Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 3
Hvernig rafa farfuglarnir? EFTIR MAX EASTMAN Á sama tíma og eðlisfræðingar eru önn- um kafnir við að komast að því, á hvem hátt maðurinn geti sem hagkvæmast kom- !zt út í himingeiminn, eru framámenn í náttúruvísindum með allan hugann við að uPPgötva þann leyndardóm hvernig fuglar i’ata frá einum stað á hnettinum til ann- ars. Hvað veldur því, til dæmis, að sex vikna gamall kríuungi, sem skriðið hefur úr eggi sínu norður við pól, getur flogið suður á hinn pólinn í 17 þús. kílómetra fjarlægð, og síðan eftir vetrardvöl þar syðra snúið aftur til þess staðar, þar sem honum var klakið út? Að ógleymdri hinni h'kamlegu áreynslu, hvernig getur lítill heili þessa fugls greitt fram úr þeim „sigl- mgar“-örðugleikum, sem mennirnir hafa verið að reyna að leysa um þúsundir ára? Að því er bezt er vitað, var áttavitinn fundinn upp á 12. öld. Og það var ekki fyrr en 300 árum síðar, að Kólumbusi tókst að sigla þvert yfir Atlantshaf. Þá höfðu fuglar flogið um hnöttinn þveran °8' endilangan í milljónir ára! Segja má, að við mennirnir höfum verið harla tor- uæmir við að læra okkar siglingafræði. ^8 við höfum ekki einu sinni lært það eun til hlítar, hvemig fuglarnir fara að Þessu. Gríski heimspekingurinn Aristo- teles veitti því athygli, að rauðbrysting- urinn hvarf á vetri hverjum, en rauðstél- urinn gerði það ekki. Af því dró hann þá ályktun, að rauðbrystingar breyttust í rauðstéla á vorin — og yrðu svo aftur að rauðbrystingum á haustin. Rómverski rit- höfundinn og náttúrufræðingurinn Plinius hinn eldri hugsaði á svipaðan hátt, og talið var meðal lærðra manna í Róm til forna, að svölur breyttust í froska. Svo undar- legar niðurstöður sem þessar grundvöll- uðust á því, að ýmsir farfuglar, einkum þeir smærri, fljúga á nóttunni. Þeir eru hér að kvöldi, en að morgni eru þeir horfn- ir. En á þeim tíma þóttust allir vita, að fuglar flygju alls ekki á nóttunni, svo að hvað gat þá orðið af þeim? Það var ekki fyrr en á 18. öld, að fuglafræðingar fengu það staðfest, að fuglar fljúga á nóttunni — jafnvel í stórhópum. Fuglafræðingur einn við Washburn-rannsóknastöðina í Wisconsin komst að raun um það árið 1898, að þegar haustflug fuglanna stóð sem hæst, flugu fast að 9000 fuglar á nóttu hverri framhjá athugunarstað hans. Slík athugun opnaði augu dýrafræðinga fyrir því, hvílíkur leyndardómur ferðir farfuglanna eru — og síðan hefur verið reynt allt hvað hægt hefur verið til að leysa gátuna.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.