Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1977, Qupperneq 4

Heimilisblaðið - 01.03.1977, Qupperneq 4
Leyndardóraur þessi, sem enn hefur ekki verið ráðinn til fulls, hlýtur að vera af sama toga og sá hæfileiki fuglanna að geta alltaf ratað til átthaga sinna. Þetta er hæfileiki sem mennirnir hafa vitað um og hagnýtt sér allt frá því að Nói sendi dúfu út af Örkinni. Heimsmet í slíku flugi á víst skrofan, lítill fugl svipaður mávi. Ein af þeim mörgu skrofum sem búa í klettaveggjum Wales-strandarinnar var merkt með hring um fótinn og flutt til Boston í Bandaríkjunum með flugvél. Þar var henni sleppt 4. júní 1952. Þann 16. júní kl. 13.30 skreið hún inn í veggjar- holuna sína í Wales — eftir að hafa flogið 500 kílómetra leið á rúmlega 12 dögum, þvert yfir vegleysur Atlantshafsins. Á undanförnum árum hafa menn gert ýmsar áþekkar tilraunir og athuganir, en það er ekki fyrr en á síðasta aldarfjórð- ungi, sem reynt hefur verið að komast að raun um það, hvei'nig fuglarnir fara að því að rata. Eftir hverju fara þeir? Pólstjörn- unni? Sólinni? Tunglinu? Segulkrafti jarð- arinnar? Hvaðan fá þeir áttaskyn sitt? Þýzka fuglafræðingnum Gustav Kram- er tókst að nálgast svarið, þegar hann fann upp aðferð til að sannprófa þá kenn- ingu, sem fram hafði komið um aldamót- in, að fuglarnir færu eftir sólinni. Hann hafði tekið eftir því, að farfuglar sem settir höfðu verið í búr, tóku mjög.að ókyrrast þegar sá tími nálgaðist að þeir hefðu átt að leggja af stað, ef þeir hefðu verið frjálsir. Þess vegna lokaði hann nokki'a starra inni í stóru hringlaga her- bergi, sem aðeins var með glugga á þak- inu, þannig að þeir gátu ekki séð nema beint til himins. Síðan fylgdist hann gaum- gæfilega með því, hvernig starrarnir hvíld- ust, og komst þá að raun um, að þeir sneru alltaf í þá átt, sem þeir hefðu átt að fljúga. Þegar breitt var yfir gluggana, misstu þeir áttaskynið og tóku að hoppa í allar áttir. Þá kveikti hann á lampa, sem koma skyldi í sólar stað, og lét þessa gervisól stíga upp og ganga til viðar á ýmsum stöðum og tímum í sjónmáli fuglanna. Aftur settust fuglarnir með höfuðið í átt þangað sem. þeir vildu fljúga — og nú miðuðu þeir allt við gervisólina. Þannig komst Kramer að raun um, að sólarkenn- ingin var rétt. En samt var eftir óleyst gáta: Hvernig geta fuglarnir farið eftir sólinni — jafnt nótt sem dag, bæði í slæmu skyggni og góðu? Jafn erfitt og það getur verið að ferð- ast eftir sólinni jafnvel í fullri dagsbirtu, þá getur maður manni sagt, að staða henn- ar á himninum er ólík eftir dagsstundum og árstíma — og þeim stað þar sem fugl- arnir eru staddir hverju sinni á ferðinni. Ætla mætti, að fuglar væru gæddir tíma- skyni jafn öruggu og nákvæmustu sigur- verk. Brezki líffræðingurinn G. V. T. Matt- hews, prófessor við Cambridge-háskóla, hefur skrifað rækilega um þá erfiðleika sem eru því samfara að marka og leið- rétta stefnu eftir sólarstöðu. Hann hefur sannað, að til þess þarf svo flókinn út- reikning, að ætla mætti að til þyrfti fljúg- andi tölvu, þegar um er að ræða jafn breytilegt viðmiðunarfyrirbæri. Engu að síður er hann sannfærður um það, að far- fuglar og aðrir þeir fuglar sem leggja að baki langar vegarlengdir, eru gæddir eins konar eðlisávísun, sem gerir þeim kleift að leiða til lykta slíka raun. Það eina, sem hann gat ekki gefið fulln- aðarskýringu á, er hann opinberaði niður- stöður sínar árið 1955, var það, hvernig fuglar fara að því að fljúga um nætur. „Má vera, að fuglarnir taki mið nætur- innar eftir því, hvernig sólin gekk að deg- inum,“ segir hann, „og haldi þannig stefn- unni eftir beztu getu á meðan dimmt er — jafnvel að einhverju leyti með tilhjálp tungls og stjarna." Annar fuglafræðingur, dr. E. G. F. Sau- er við háskólann þýzka bænum Freiburg, var ekki allskostar ánægður með þessa 40 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.