Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1977, Page 5

Heimilisblaðið - 01.03.1977, Page 5
lauslegu ágizkun. Hann hefur einkanlega áhuga á þeim smávöxnu söngfuglum, sem leggja að baki langar vegalengdir með því að fljúga svo til einvörðungu á nótt- unni. Hann fylgdist með ferðum þessara fugla nótt eftir nótt. Skömmu áður en eðlilegur brottfarartími þeirra átti að hefjast, kom hann fáeinum slíkum söng- fuglum fyrir í búri, þaðan sem þeir að- eins gátu séð stjörnubjartan himininn. Hann komst að raun um, að fuglarnir urðu órólegir og flögi-uðu um, strax er þeir sáu stjörnubjartan himin. Loks settust þeir allir og sneru í þá átt sem halda skyldi, eins og eftir kompásnál. Þegar hann færði til prikin þeirra þannig, að þeir sneru í öfuga átt, voru þeir fljótir að snúa sér við og stefna eins og þeir áður höfðu gert. Dr. Sauer flutti því næst söngflugana undir svokallað planetarium — en það er hvolfþak með upplýstum eftirlíkingum af stjörnubjörtum himni. — Aftur settust fuglarnir þannig, að höfuð þeirra vissu í >,rétta“ átt; það var sú átt sem þeir áttu að fljúga í til vetrardvalarstaðarins í Af- i'íku. Og þegar stjörnuhimninum var snú- ið, þannig að hann raunverulega vissi öf- ugt, þá sneru fuglarnir sér einnig — í i’anga átt. Sauer fylgdist ekki aðeins með þessum litlu söngvinum sínum af áhuga vísinda- uiannsins, heldur á hann það einnig til að lýsa þeim á skáldlegan hátt. „Þegar haustar að,“ skrifar hann, ,,þá leggur þessi litli fugl úr garðinum, smávera innan við 20 grömm að þyngd, upp í fjarstæðu- kennda langferð. Án þess að nokkur hafi kennt honum, og án þess að njóta ör- yggis nokkurrar samfylgdar, leysir hann af hendi með óbifanlegu öryggi þá þraut að fljúga suður til síns fjarlæga takmarks Afríku — með leiðsögn stjarnanna eina sér til halds og trausts.“ Einn af eftirlætisfuglum dr. Sauers var smávaxinn garðfugl, sem hann kallaði Johnny. Fuglar af þessari tegund eru van- ir að fljúga frá Þýzkalandi suðaustur yfir Balkanskagann og þaðan suður með Níl, alla leið til vetrarheimkynna sinna í Mið- Afríku. Þetta átti Johnny ekki að hafa hugmynd um, því að hann hafði klakizt út og alizt upp í fullkominni einangrun. En svo þegar haust var komið og búrið hans var sett inn í planetarium sem sýndi stjörnuhimininn yfir Þýzkalandi, tók hann sér óðara stöðu í rétta flug-átt, með nefið í suðaustur. Og þegar gervihimninum var snúið þannig, að hann gaf til kynna sam- svarandi breytingu og ef fuglinn hefði ver- ið á flugi suður á bóginn, þá fylgdi fugl- inn eftir, rétt eins og hann flygi undir „himni Nílar“ á réttri leið til suðurs. Með tilhjálp Johnnys hefur dr. Sauer fært sönnur á, að mikil líkindi eru fyrir því, að söngfuglarnir geti bæði flogið eftir stjörnum og sól. Það er ekki nema svo standi á, að bæði sól og stjörnur séu gersamlega hulin þoku eða skýjum, að farfuglar glata áttaskyni sínu. Þá flögra þeir um í óvissu og geta stundum flogið beint á vita, heillaðir af sterkum glampa ljóskeilunnar. Enn er það óleyst gáta, hvernig jafn nákvæmir og margslungnir hæfileikar erf- ast . . . „einhver flóknasta ráðgátan innan líffræðinnar,” eins og prófessor Matthews kemst að orði, og um leið vekur hann at- hygli á því, að í rauninni er þessum at- hugunum enn skammt á veg komið. Dr. Sauer hefur nú í hyggju að fjarlægja stjörnurnar úr planetarinu sínu eina eftir aðra, smám saman, til að komast að því, hvaða stjörnur eru þýðingarmestar fyrir næturferðir söngfuglanna. Hugsum okk- ur, ef að eina stjarnan sem þeir hefðu raunverulega not af væri pólstjarnan! En hver svo sem niðurstaðan á síðar eftir að verða, þá eru þeir, sem rannsakað hafa þessa hluti á undanförnum áratug- um, sammála um eitt: að í heila hvers einasta smáfugls fyrirfinnst einhverskon- heimilisblaðið 41

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.