Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 12
Audrey sá unga manninn við hlið brúð- armærinnar, stanzaði hjartað í barmi Audreyar. Það var Frank.--------- Þegar Audrey var komin inn í kirkj- una, eftir að allt var um garð gengið, og tekin til við að taka niður blómaskrautið, heyrði hún skyndilega mannsrödd að baki sér, og aftur var sem hjarta hennar ætl- aði að stanza. — Ef — ef þetta væri nú Frank; ei nann hefði nú komið auga á hana í hópnum fyrir utan kirkjuna og væri nú snúinn aftur til að tala við hana. „Get ég hjálpað yður?“ Þetta var ekki rödd Franks, heldur Ge- orgs Allens. Hún sneri sér við og leit á þennan herðabreiða unga mann, klæddan tvídjakka, reiðbuxum og stígvélum og virt- ist eitthvað svo furðulegur í þessari mann- auðu og blómum skrýddu kirkju. „Þetta er hátíðlegasta og fjölmennasta brúðkaup, sem fyrirtækið okkar hefur ann- azt um skreytingu á,“ mælti hann. „Þess vegna hafði ég áhuga á að sjá, hvemig yður myndi takast að annast skreyting- una. Og þetta varð sannarlega góð aug- lýsing — bæði fyrir yður og okkur. Reynd- ar var svaramaðurinn frændi minn, og mig langaði til að sjá hann.“ Audrey starði á hann forviða. „Svara- maðurinn? Hann Frank Morton?“ Hún blóðroðnaði. „Ég — ég þekki hann. Ég veit ekki . . . veit ekki hvort þér hafið heyrt það, en við vorum einu sinni trú- lofuð. Það — það slitnaði upp úr því ... “ Hann leit ekki á hana; virtist önnum kafinn við að pakka rósum inn í mjúkan silkipappír. „Jú, ég hef heyrt um það,“ svaraði hann svo, ofur hlutlaust. „Ég heyrði reyndar, að þér hefðuð farið að vinna í ákveðinni blómaverzlun skömmu eftir að þér slituð trúlofuninni. Og ég svipaðist um eftir yð- ur, í næsta skipti sem ég átti erindi í verzl- unina.“ Hún hélt áfram við vinnu sína og svar- aði engu. Skömmu síðar hélt hann áfram: „Við Frank hittumst sárasjaldan. Ég þekki hann eiginlega ekki neitt; en ég sá það af tilviljun í blaði, að hann ætti að vera svaramaður hér i dag.“ Bráft voru ekki fleiri blóm eftir af skreytingunni. Kirkjuþjónninn og kona hans voru farin að strjúka yfh gólfið, og menn með uppbreitar ermar voru að fjarlægja sveiga og pálma. Skyndilega sagði Audrey, pokkuð óða- mála: „Þessi brúðarmær, sem var við hlið hans, er hún ... er hún kannski . . . ?“ Nú var henni ljóst, að allan tímann frá því að Frank fór úr landi hafði hún von- azt til þess, að þegar hann kæmi aftur myndi hann koma til hennar að nýju, enda þótt sú von væri andstæð allri skynsemi. Hún hafði stöðugt vonað, að hann leitaði til hennar að nýju. En nú komst hún að raun um, að hann var búinn að vera í landinu í margar vikur, og hann hafði ekkert látið til sín heyra. Það gat ekki verið, að hann bæri mikinn hug til henn- ar, úr því að hann gat fengið af sér að gerast svaramaður einmitt á þeim degi, sem þau höfðu verið búin að ákveða að verða skyldi þeirra eigin brúðkaupsdagur! George Allen leit á hana sínum gráu, rólegu og skilningsríku augum, tók laus- lega um upphandlegg hennar með sól- brenndri hendinni; dró síðan höndina aft- ur til sín og mælti: „Já. Fyrir rúmri viku opinberaði Frank trúlofun sína með Bettine Davidson, stúlk- unni sem var fyrsta brúðarmey í dag. Mér datt í hug, að þér mynduð vilja fá tækifæri til að sjá þau saman — og það var eiginlega þess vegna, sem ég kom hingað í dag . . .“ Audrey leit á hann forviða. „Þessa vegna sem þér komuð? Af því að Frank hefur trúlofazt aftur? Ég skil ekki . ..“ „Nei, það er ekki von,“ sagði hann. „En 48 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.