Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1977, Page 13

Heimilisblaðið - 01.03.1977, Page 13
ég get kannski útskýrt það fyrir yður síðar. Reyndar er það dálítið, sem mig langar til að spyrja yður um, ungfrú Mill- er; nokkuð sem mér hefur lengi legið á hjarta.“ „Og hvað er það?“ „Meðal annars — hvað þér takið yður fyrir hendur um helgar. Og hvort þér get- ið hugsað yður að búa í London. Ég hafði annars haldið, að þér kynnið betur við yður úti í sveit. Svo langar mig til að vita, hvort þér vilduð einhverntíma koma og líta á garðyrkjustöðina okkar, þegar þér eigið frí . . .“ „Hafið þér lengi ætlað yður að spyrja hiig um þetta?“ spurði Audrey og var enn ftijög undrandi. George Allen brosti. ,,Á ég að segja yður hvcLÖ lengi? — Alveg frá því ég sá í fyrsta skipti myndina af yður á skrif- borðinu hjá Frank . . .“ Kirkjan var nú rúin öllum blómum. Úti fyrir hafði pálm.um og öðrum skreyting- um verið hlaðið upp á flutningabíla. Rauðu teppunum hafði verið rúllað saman. Audrey og George urðu samferða út eft- ir aðalskipinu, sömu leið og ungu brúð- hjónin höfðu leiðst fyrir tveim klukku- stundum. Þau komu út í forkirkjuna. Audrey leit við, og henni fannst hin rómantíska stemmning enn liggja í loftinu — rétt eins og hvaðeina væri sem þrungið af Ungur Reykvíkingur bauð ungri, heldur feitlaginni stúlku til kvöldverðar austur í Valhöll á Þingvöllum. Strax og þjónustustúlkan kom að borðinu byrjaði uhga stúlkan að panta. — Eg ætla að fá tvöfaldan rækjukokkteil, súpu og súpubrauð, siðan steik með kartöflum, grænmeti og sosu, en á eftir rjómaís og ávaxtakokkteil og þar á eftir kaffi og brauð. Þessu næst sneri hún sé að herr- anum og spurði græðgislega: '— Með hverju ættum við að skola þessu niður? Ungi piiturinn leit flóttalega út um gluggann, en Sagði síðan: — Væri ekki ráð að við byrjuðum á ÞingvaUavatni? henni. Það var eins og þau tvö stæðu á þröskuldinum að einhverju öldungis nýju — sem hana hafði sízt af öllu dreymt um. Rétt við útgöngudyrnar kom George auga á ljósleitt rósarblað, sem lá á gólf- inu. Hann tók það upp. „Þetta er blað úr brúðarvendinum,“ sagði hann við Audrey og strauk því laus- lega yfir hönd hennar. „Vitið þér hvað gömul þjóðtrú segir — að sú stúlka sem eignist blað úr brúðarvendi, verði sjálf orðin brúður áður en ár er liðið. Þess vegna skuluð þér nú hafa gætur á öllu, ungfrú Audrey!“ Hann lauk lófa hennar gætilega sam- an utan um rósarblaðið. Andartaki síðar sáu þau hvar verzlunarstýran kom. Ge- orge var ekki lengi að taka í höndina á Audrey og segja: „Hittumst aftur á sunnudaginn! Sælar á meðan!“ Hann gekk að bílnum sínum, sem hann hafði lagt að kirkjubaki. Audrey horfði á eftir honum dreymnum augum. „Ungfrú Miller — eruð þér sofandi, eða hvað? Við verðum að hraða okkur aftur í verzlunina!“ sagði stýran. „Ég veit ekki hvað maður á að halda um þessi brúðkaup. Erill og önn frá morgni til kvölds — og hvað fær maður svo út úr því öllu?“ Audrey svaraði ekki — nema brosið sem lék um varir hennar hafi mátt skilja, eft- ir atvikum, sem fullkomið svar. 3K Árni var mikill á lofti. Eitt sinn er hann kom í vinnuna, sagði hann félögum sínum að hann hefBi trúlofað sig. — Þær verða sennilega margar von- sviknar, sagði hann. — Aðeins ein, skaut einn félagi hans inn í. Þrir menn voru dregnir fyrir dómara, sem var rangeygður. Hann spurði þann fyrsta: — Ertu sekur eða ekki sekur? — Ekki sekur. — Hvað ert þú að tala fram í, spurði dómarinn. — Ég sagði ekki eitt einasta orð, sagði sá þriðji. HEIMILISBLAÐIÐ 49

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.