Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1977, Síða 14

Heimilisblaðið - 01.03.1977, Síða 14
SKUGGINN Framhaldssaga eftir George Owen Baxter Hann var í þann veginn að böggla það saman í hendinni, en gerði það þó ekki. Fyrir hugskotssjónum sínum sá hann stúlkuandlit — hölt og með stór, dökk augu, sem tindruðu í bjarma kulnandi báls. Stúlkan sat á apalgráum hesti. Einhver innri rödd sagði honum, að unga stúlkan, sem skotið hafði upp við bálið á Samson- fjalli og hjálpað hafði honum að komast undan óvinunum, væri sú sama og skrifað hefði þetta bréf. Hann skildi jafnlítið í því og öllu öðru, en bréfið varð allt í einu verðmæti í hans augum. Varlega braut hann það saman og stakk því á sig. Svo leit hann allt í einu upp. ?,Ég verð að fara héðan,“ sagði hann. „Ég fer niður og krefst skýringar af Algie gamla. Hann er þó vitiborinn maður.“ Hann gekk til dyranna, sneri lyklinum og tók í húninn. En dymar var ekki hægt að opna. Til þess hafði verið of mikið ver- ið á þær borið að utan. 1 sömu svifum sagði rödd fyrir utan. Það var málrómur Algie gamla: „Ert það þú, Tom ?“ „Thomas, sheriff!“ sagði Tom Converse. „Guði sé lof, að hér er þó einn maður með öllum mjalla á mörg þúsund mílna svæði. Sheriff, lofið mér að komast út og tala við yður.“ Svarið sem hann fékk var fyrst lág- ur hlátur og því næst: „Byrjaðu bara að tala þama, sem þú ert, drengur minn. Ég hef ekki hugsað mér að eiga meira á hættu en frekast er nauðsynlegt." „Sheriff!" kallaði Tom. „Þér haldið þó «kki, að ég sé ... “ „Ég held ekkert — ég held alls ekki neitt,“ greip sheriffinn fram í fyrir hon- um. „Ég veit aðeins, að nú hefur þú runnið þitt skeið á enda, drengur minn.“ „Guð minn góður!“ hrópaði Tom. „Ætl- ið þér að fara með mig eins og ég væri glæpamaður og . . . “ „Við skulum tala lítið um það,“ sagði sheriffinn. „Ég hefði átt að sjá þetta, þeg- ar þú sýndir mér skammbyssuna þína. En ég hafði ekki vakandi augu, nei, það hafði ég ekki. Ég renndi ekki grun í, að þú mundir ganga svona langt, Tom.“ Tom Converse gekk eitt skref aftur á bak og komst þá í námunda við gluggann. 1 sömu svifum kvað við skot, og kúla þaut fram hjá höfði hans og klesstist í veggn- um. Tom Converse var ekki lengur í vafa um, að hann var umkringdur. IX. Geigvænleg skýring. Tom stökk til hliðar og leitaði sér skjóls. Fyrir utan kvað við margraddað hróp, grimmdarlegt eins og í glorhungruðum úlfahóp. „Þú neyðist til að flytja þig í flýti, drengur minn,“ sagði gamli sheriffinn með rólegri röddu fyrir utan dymar. ;,Það væri ef til vill hyggilegast, að þú lykir við það, undir eins, í stað þess að bíða þangað til þú getur ekki meira vegna hungurs og verður alveg örvinglaður.“ „Hvað er það, sem þér ráðleggið mér að gera?“ spurði Tom. „Til að koma hingað út og gefast mér *Q HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.