Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1977, Side 16

Heimilisblaðið - 01.03.1977, Side 16
inn á, ef þú ferð ekki að mínum ráðum.“ Þó að hugsanir Toms væru á þessu augnabliki allar á ringulreið, skildi hann samt prýðilega ástæðuna til þess, að sher- iffinn skyldi skýrskota svo mjög til skyn- semdar hans. Þó að Algernon Thomas hefði aflað sér mikillar frægar um dag- ana, mundi það afrek, að ná í Skuggann lifandi, skyggja á öll fyrri verk hans. Það var mjög skiljanlegt, að gamli maðurinn vildi gjarnan kóróna starf sitt með slíkum sigri. Meðan Tom velti kringumstæðunum fyrir sér í þögn kallaði sheriffinn til hans hvað eftir annað, þangað til hann var sannfærður um, að ekkert mundi hafast upp úr slíku. Tom var fyrir sitt leyti kominn að sömu niðurstöðu. Orð megnuðu honum ekkert til hjálpar. Þá datt honum enn eitt ráð í hug. Hann þaut til dyranna. ,,Takið nú eftir því, sem ég ætla að segja yður,“ kallaði hann. „Sem stendur hlægið þér að mér, en þegar þér hafið myrt mig — þér sjálfur og allt morðingjahyskið yðar — þá fáið þér að finna til þess, að Skugginn er ennþá á lífi. Og einn góðan veðurdag verður yður ljóst, að Skugginn — það er enginn annar en þrjóturinn með gula trýnið, sem vann af mér úrið mitt uppi í námborginni — hann, sem er halt- ur. Heyrið þér . . . “ En hlátur sheriffans þaggaði niður í honum. Nú heyrði hann einnig til annarra, sem tóku undir hláturinn. „Það er farinn að minnka í honum gor- geirinn núna, þegar við höfum hann í gildrunni,“ sagði einhver. ^Heyrið þið bara — hann biður um miskunn, raggeitin sú ama.“ Sheriffinn tók aftur til máls: „Við erum ekki alveg fávitar,“ sagði hann. „Maðurinn, sem þú varst að nefna, er sem stendur niðri í hesthúsinu og gerir gælur við hestinn þinn, hann Captain." ;,Er það dökkbrúni hesturinn með svörtu dröfnurnar, sem heitir því nafni?“ spurði Tom. Nýr hlátur svaraði honum. Tom Converse laut höfði og beit á jaxl- inn. Það var næstum ofviða taugum hans að þola þetta. Nú skyldu þeir ekki heyra eitt orð frá honum framar. Þeir höfðu dæmt hann til dauða, og ef hann gat ekki dáið eins og Skugginn, þá skyldi hann þó alltaf reyna eins og Tom Converse, sem hingað til hafði aldrei hræðst það óhjá- kvæmilega. En þetta voru þrátt fyrir það hörð örlög. Endurminningin um fagra stúlkuandlitið, sem hann hafði séð við bálið á tindi Samson-fjallsins, hvíslaði að honum, að það væri svo margt, sem hann gat vænzt af lífinu, svo mikillar gleði, svo mikils unaðar. Dofnandi skin sólarinnar minnti hann á lífið þarna úti^ lífið, sem honum fannst, að nú fyrst væri að hefj- ast fyrir honum og hann hafði vænt sér svo mikils af. Nú gat hann heyrt raddir margra manna, bæði nálægt og langt í burtu. Einu sinni fannst honum hann heyra kven- mannshlátur. Hve hræðilegt, að nokkur skyldi geta hlegið á því augnabliki, þegar önnur manneskja var dæmd til að deyja. Hann hneig niður í stólinn og sat þar kyrr og þrýsti hnúunum upp að gagnaug- unum. Hann fann það frekar en hann sæi, að tekið var að rökkva. Átti hann að fara eftir ráðum sheriff- ans? Nei! Hinar mörgu raddir fyrir utan hljómuðu nú eins og hávaði, sem varð geig- vænlegri fyrir hverja sekúndu, sem leið. Hann minntist hinna tryllingslegu hrópa, sem kváðu við á eftir honum, þegar hann reið frá Samson-fjallinu. Hér var engrar miskunnar að vænta. Og var það nokkur furða ? Ef hann sjálf- ur hefði frétt, að Skugginn; þessi djöfull í mannsmynd, hefði verið lokaður inni í gistihúsherberginu, mundi hann þá ekki hafa þotið þangað og notað fyrsta tæki- færið, sem bauðst, til að senda kúlu í 52 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.