Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1977, Qupperneq 19

Heimilisblaðið - 01.03.1977, Qupperneq 19
sem slóst fram og aftur og þess vegna höfðu þeir kosið þann öryggismáta að skjóta gegnum gluggann öðru hvoru til þess að hræða hann frá honum. Tom gekk ótrauður aftur að gluggan- um. Hesturinn var nú söðlaður, og Skugg- lnn, — ef það var þá hann í raun og veru — stóð við hliðina á honum og hélt ann- ari hendi um háls hans. Hjartað barðist í brjósti Tom Converse. Þetta var í síð- asta skipti, sem hann fékk að sjá þennan dásamlega hest. Það var ekki erfitt að geta sér þess til. hvernig Skugginn hafði komizt yfir hest sinn. Þeir höfðu strax sett hann á upp- boð og Skugginn hafði blátt áfram boðið yfir hina alla. Og kæmist Skugginn út um hinar dyrnar á hlöðunni, var mikið efa- mál, hvort nokkur þeirra fengi nokkru sinni framar að sjá hann eða hest hans. Voru þeir þá alveg búnir að missa vitið, úr því að þeir létu hann sleppa burt fyrir framan augun á sér! Stóra greinin sveiflaðist aftur fram hjá glugganum og huldi útsýnið. Og allt í einu, án þess að hugsa sig um eina sekúndu leng- ur, tók Tom Converse til starfa. Hann stökk frá gluggakistunni og sveifl- aði sér yfir á greinina. Annað eins stökk hafði hann aldrei stokkið á ævi sinni. Það var óhugsandi, að hann liefði getað gert þetta, án þess að eftir væri tekið. Á sama augnabliki og hann stökk kváðu við tryll- ingsleg hróp fyrir neðan hann, og kúl- urnar þutu gegnum laufið. En það var ekkert ákveðið mark til að miða á, aðeins stóra greinin, sem var nú að slöngvast til baka og fór með Tom Converse beint í áttina til hlöðunnar. Um leið og hann þaut gegnum loftið a greininni, sá hann mennina, sem voru inni í hlöðunni, snúa sér við í skyndi og þjóta út um hlöðudyrnar. Meira að segja Skugginn fylgdist með hinum og skildi Captain einan eftir. Yzti broddur greinarinnar náði svo að segja alveg að hlöðunni og áður en hún hafði misst allan sveiflukraft sinn, stökk Tom Converse frá henni. Fætur hans lentu á kjálkanum, sem lá fram undan lúgunni þvert á gaflinn.. Eitt augnablik riðaði Tom og var í þann veginn að detta niður fyrir framan opnar hlöðudyrnar beint fyrir fæt- ur umsátursmannanna. Með snöggri hreyf- ingu náði hann haldi í brún lúgunnar og forðaði sér frá fallinu. Andartaki síðar var hann kominn inn um lúguna. Þar hékk hann og þorði varla að draga andann af eftirvæntingu. Höfðu þeir séð hann stökkva frá trénu? Nei. Riffilskotin kváðu við og hrópin hljómuðu fyrir utan, en engu skoti var skotið í áttina til lúgunnar. Þeir skutu á greinina, sem sveiflaðist fram og aftur vegna átaka stormsins, eins og hún væri að reyna að hjálpa honum og gera umsát- ursmönnum ókleift að miða á hann. Hann vóg sig lítið eitt upp og gægðist niður. Fyrir framan hlöðudyrnar stóð Skuginn með krosslagða handleggi. Hann horfði á tréð og beið þess, að líkið af fórn- ardýri hans félli til jarðar. Með mestu herkjum gat Tom Converse stjórnað reiði sinni svo mikið, að hann reif ekki upp skammbyssu sína og tæmdi innihald hennar í höfuðið á manninum, sem stóð þarna fyrir neðan. En hvert and- artak var dýrmætt. Hann leit við og horfði inn í hlöðuna. Ekkert loft var í hlöðunni, og frá staðnum, þar sem Tom Converse var, sá hann beint niður í uppljómað gím- aldið. Ljóskerin, sem héngu á þverbönd- unum, vörpuðu ljósi sínu niður á við, en rúmið fyrir ofan og upp undir þakið var dimmt. Hægt og varlega vóg Tom sig svo mikið upp, að hann gat fengið fótfestu á einu af þvei'böndunum. Því næst tók hann að klifra áfram milli hinna mörgu sperra og bjálka^ sem lágu alla vega um þakið. Hundi'uð manna hrópuðu og skutu fyrir utan, og þessi hávaði gaf honum þá ör- heimilisblaðið 55

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.