Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1977, Qupperneq 22

Heimilisblaðið - 01.03.1977, Qupperneq 22
nýja örk og skrifaði í örfáar línur með hönd, sem var nákvæmlega eins og kven- höndin á bréfinu. Bréfið var þannig: ,,Jess! Það hefur lcomið dálítið voðalegt fyrir. Komdu undir eins. Flýttu þér, flýttu þér. Eg bíS þín í Skuggarjóðrinu.“ „Einmitt þannig mundi hún orða það,“ tautaði hann fyrir munni sér. „Ég vona bara, að allt sé nú í lagi, að þau hafi ekki orðið ósátt.“ Um leið sló hann í og lét hestinn val- hoppa í gegnum dalinn, þar til hann var kominn í námunda við stórhýsið, þá hægði hann á sér, fór af baki og flýtti sér upp að húsinu. Hljóðlaust læddist hann með- fram sólbyrginu. En fyrir utan einn glugg- ann nam hann staðar, beygði sig og fór að fitla við gluggann líkt og kötturr í öll- um hreyfingum, svo liðugur var hann. Svo kom hann hendinni undir karminn og henti bréfinu í manninn, sem lá þar og svaf. Eins og elding sleppti hann takinu og hlustaði. Hann heyrði manninn hreyfa sig og gefa eitthvert undrandi hljóð frá sér. Það var rödd Jess Shermans. Svo heyrð- ist skrjáfa í pappír og því næst var ljós kveikt. Þetta fannst Skugganum nægilegt. Hann læddist í burt að hestinum og reið af stað út í næturmyrkrið. Hann stefndi til þess rjóðurs, sem hann fyrir tveimur árum síðan hafði mælt sér mót með Sylvíu, en mætt þéttu kúlna- regni. Þegar hann kom þangað, hagaði hann sér alveg eins og það kvöld, beið í myrkrinu undir trjánum. Skugginn þurfti ekki að bíða lengi. Hin þjálfuðu eyru hans heyrðu brátt hófatak í hesti, sem þeysti í áttina til hans. Storminn hafði nú algjörlega lægt og hætt var að rigna. Yfir suðurhimininn varpaði máninn náfölu ljósi sínu. 1 tunglsljósinu sá hann manninn koma ríðandi, sem hann hafði kallað hingað með bréfinu. Jess Sherman þeysti ugglaus út í opinn dauðann. Hann nam staðar í miðju rjóðrinu, lit- aðist um í allar áttir og kallaði: „Sylvía — ert þú hérna? Sylvía . . . Það er ég!“ Skugginn nísti tönnum. Hugur hans fylltist hatri til mannsins í rjóðrinu. Hann keyrði hestinn sinn sporum, svo að hann engdist af sársauka og stökk út úr myrkrinu út á tunglsbjart rjóðrið. Þegar Jess Sherman sneri sér við í hnakknum, ýtti Skugginn barðastóra hatt- inum sínum aftur á hnakkann, og tungls- ljósið flóði um andlit honum. Undrunar- hróp heyrðist frá hinum. „Halló .. . hver er þarna? . . . Ég hélt . . . hver fjárinn ert þú annars, lagsmað- ur ?“ ,;Ég er ekki sá, sem þú bíður eftir,“ sagði Skugginn með grafarró. „Ég er mað- ur, sem þú hefur áreiðanlega gaman af að frétta af. Ég hef hitt þig einu sinni áður á þessum stað.“ „Hvem fjárann á þetta að þýða?“ sagði Sherman. „Ég skil ekki við hvað þú átt. Hvert ert þú?“ „Maðurinn sem þú gerðir tilraun til að myrða á þessum stað, raggeitin þín. Ég er Skugginn." Efi — örvænting — skelfing brá í einu vetfangi fyrir á andliti hins ógæfusama Shermans. Hægri hönd hans hreyfðist í áttina til skammbyssuskaftsins, en þegar hann sá, að Skugginn svaraði þessari hreyfingu ekki með svo miklu sem að hreyfa litla fingurinn, nam hönd hans staðar á miðri leið. Hin ótruflanlega ró hins hræðilega afbrotamanns virtist hafa ennþá meiri lamandi áhrif á hann en þótt hann hefði séð inn í hálfa tylft af skamm- byssukjöftum. Hin rólega framkoma Skuggans var nægileg til þess að svifta hendur Jess Shermans öllu afli sínu. „Þama skreiddist ég upp á hestinn 58 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.