Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1977, Qupperneq 23

Heimilisblaðið - 01.03.1977, Qupperneq 23
minn,“ hélt Skugginn áfram, },og í lang- an tíma lá ég eins og hundur, sem bíður eftir að drepast. En ég drapst ekki. ör- lögin, eða hvern fjárann þú vilt kalla það, vildu það ekki. Þau vildu heldur láta mig bfa, svo að ég gæti sjálfur gert upp reikn- ingana við þig, Sherman, og við hina tvo vesalingana, sem láguð í leyni fyrir mér, þegar þið höfðuð fengið stúlkuna til að ginna mig hingað ... “ Loks fékk Sherman aftur málið. „Við fengum hana ekki til þess,“ sagði bann. „Ég sver við himininn, að við gerð- um það ekki. Hún hafði ekki hugmynd um, nð við lægjum þarna og biðum þess að þú kæmir. Þetta er sannleikur.“ Skugginn brosti. Hann hafði haldið, að það væri að minnsta kosti hugrakkur mað- ur, sem hann ætti að fást við. En hræðsl- an gerði Sherman þungt um tungutakið. Skugginn ygldi sig og hreytti út úr sér: „Og þessa lygi ætlar þú að sverja?“ „Það er engin lygi!“ stundi Jess Sher- man upp. „Hún vissi ekki af því, að þið voruð þama?“ sagði Skugginn hægt. „Þegar þið komuð hingað, eltuð þið hana og lögðust í leyni, án þess að hún hefði nokkra hug- mynd um það?“ „Já, já, þannig var það. Og ég fór bara uieð, af því . .. af því að . .. “ „Þú skalt ekki segja meir,“ sagði Skugg- inn allt í einu. „Ég ætla að hugsa mig dá- Htið um.“ Hann laut höfði lítið eitt og leit þannig ut í raun og veru, eins og hann sæti í þungum þönkum. En svo hófst viðureign þeirra, sem endaði með sigri Skuggans. Hann sneri hesti sínum við og þeysti yfir tunglsbjart skógarrjóðrið. Eftir ótal krókaleiðum komst hann að lokum út úr skóginum og nam staðar á háum stað. Það- uu gat hann vel virt fyrir sér lítið bónda- býli. Lengi sat hann kyrr og starði á skugga- legu 0g lágu híbýlin. heimilisblaðið I þessum húsum bjó Sylvía Rann. XIV. Næturheimsókn. Það er ekki gott að segja, hvort það var heldur skrjáfið í herberginu eða óró- legur draumur, sem vakti Sylvíu. En hún vaknaði, og hún var undir eins glaðvak- andi, líkt og henni hefði alls ekki komið dúr á auga alla þessa örlagaþrungnu nótt. Það var heldur ekki meira en klukkutími síðan, að hin ótrúlega fregn um flótta Skuggans frá gistihúsinu hafði veitt henni ró til að loka augunum. Hún settist upp í rúminu og heyrði nú rödd í myrkrinu, sem þaggaði niður í henni. Hún starði í áttina, sem hljóðið kom úr, og sá þá móta fyrir karlmanni. I dimmdunni þarna inni var hann óeðli- lega mikill vexti, en hún vissi, að þetta var Skugginn, áður en hann hafði lyft hendinni eða sagt nokkurt orð. „Jim!“ sagði hún. „Jim — ert það þú?“ Það var einkennandi fyrir hann, að hann stóð kyrr, en hljóp ekki til hennar með gleðilátum yfir endurfundunum. „Ég vissi, að þú mundir ekki fara í urtu. Ég vissi, að þú mundir ekki falla í öngvit, þegar þú sælir mig,“ sagði hann. „Þú ert skynsöm stúlka, Sylvía.“ „Ekki svona hátt!“ „Hér er enginn, sem getur heyrt til mín. Þú getur verið alveg róleg.“ Hann stóð kyrr, meðan hún tók bað- kápu, sem hún sveipaði um sig, og fór í inniskó. „Þú verður að fyrirgefa, að ég skuli heimsækja þig hingað í svefnherbergið þitt, en ég vona, að þú misskiljir mig ekki.“ „Ég veit, að þú getur ekki komið á ann- an hátt. En Jim — Jim — segðu mér nú allt saman.“ Framh. 59

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.