Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1977, Síða 36

Heimilisblaðið - 01.03.1977, Síða 36
„Mér er kalt,“ segir Kalli, „hér er skítakuldi." „Já, það er slæmt, því við eigum ekkert í eldinn ... en ég held ég hafi ráð við því.“ Og svo málar Palli stórar myndir. Pyrst málar hann gula sól, sem sendir geisla sína í allar áttir. Næsta mynd er af eyðimörk, þar sem stendur egypzkur pýramídi og þar er líka stór sól efst uppi. Síðasta myndin er af stóru báli. Þegar Kalli hefur staðið nokkra stund og horft á mynd- irnar tekur hann af sér trefilinn og fer úr jakkanum. „Púh,“ segir hann, „við skulum opna glugga ... hér er að verða ólíft fyrir hita.“ Kalli og Palli hafa lagt bretti yfir sótran stein. Þegar annar þeirra hoppar upp á annan enda brettis- ins, þýtur hinn í loft upp. Þetta er afar skemmti- legur leikur. Skjaldbakan litla skemmtir sér vel við að horfa á þetta. Þegar bangsarnir hafa leikið sér um stund, kemur fíllinn og flóðhesturinn og segja, að nú sé röðin komin að þeim, og ýta Kalla og Palla til hliðar. Plóðhesturinn stendur nú á öðrum endan- um á brettinu, en fíllinn stekkur upp á hinn endann — en æ! Þeir eru allt of þungir og brettið brotnar í miðju, svo að leikur þeirra fékk skjótan endi.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.