Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1979, Qupperneq 8

Heimilisblaðið - 01.05.1979, Qupperneq 8
ferlum í Englandi árið 1823. Roger South höfuðsmaður hafði fundizt myrtur, og ekki fannst neitt sem benti til þess hver morð- inginn væri, fyrr en menn rákust á spila- stokk í vasa hins myrta, þar sem blóðugt fingrafar sást á spaðadottningunni. Tókst nú að finna út hvaðan spilin voru upp- runnin. Það hafði ekki verið höfuðsmað- urinn sem keypti þau, heldur annar mað- ur. Nú var haft uppi á honum, og þegar honum var sýnd hin blóði stokkna spaða- drottning féll hann saman og játaði að hafa framið morðið. 1 Englandi hafa spil ýmis gælunöfn. Spaða-sexið er þannig nefnt „Dick ræff- illinn“. Uppruni þess viðurnefnis átti sér stað fyrir æðimörgum árum í spilaklúbb- inum Roxbourgh við St. James Square í London, þar sem setið var við spilaborðin dag og nótt. Kvöld nokkurt þegar við- skiptajöfurinn Sir John Malcolm sat þar að spilum ásamt stallbróður sínum Harvey Cambe að nafni, ásamt fleirum, og þeir höfðu setið þar alldrjúga stund, komu skilaboð til Cambe þess efnis, að kaup- sýslufélagi hans Dick Readz væri látinn. Frétt þessi hafði slík áhrif á manninn, að hann lagði spaða-sex á borðið í algeru hugsunarleysi og mælti um leið: „Ræfils Dick,“ tók svo til sín slaginn. Spilafélag- arnir litu á hann með hluttekningu, og spil- ið hélt áfram. Er nú ekki að orðlengja það, að eftir þennan slag græddist Combe stórfé um nóttina og stóð upp frá spila- borðinu um morguninn tuttugu þúsund sterlingspundum ríkari — allt unnið úr vasa Sir Johns Malcolms. Menn héldu nú áfram, og Cambe settist aftur; leið nú og beið fram að hádegi. Þá var Combe far- inn að finna fyrir þreytu og sjá tvöfalt. Hann var búinn að vinna 30 þúsund pund af Sir John, er hann spratt skyndilega á fætur og hrópaði: „Ég er búinn að fá spaða-sexið í fjórða sinn, og ég þoli þetta ekki lengur. Ég get ekki annað en farið að hugsa um Dick Readz í hvert skipti- Hvers vegna?“ „Sennilega vegna þess að þér voruð að taka slag með þessu spili í því sem Þer fréttuð lát hans,“ sögðu spilafélagarnir r°' legir og litu á hann. „Fari það og veri,“ tautaði Combe. „Hve- nær skyldi eiga að grafa hann?“ „Eftir klukkustund,“ sagði einhver nser- staddur. „Ræfils Dick,“ tautaði Combe og stundi, um leið og hann safnaði vinningsupphseð- inni saman. „Ég verð að fara þegar í stað og fylgja honum, en þér skuluð fá tæki' færi til að hefna yðar á morgun.“ „Kærar þakkir,“ svaraði Sir John, „eXl_ áframhald slíkrar spilamennsku myndi nægja til að gera mig að öreiga.“ Combe tókst að ná jarðarförinni. — Rétt eins og spaða-sexið heitir enn þann dag í dag „Dick ræfillinn“, þá kallast laufa-gosinn einhverra hluta vegna „Pam“. Og þar sem hann er hæsta spikð’ í treikort, rétt eins og gosinn í trompi i öðrum spilum, þá eru menn vanir að seg.la um leið og tekið er með trompás: „Verta nú vænn, Pam,“ og sá sem á laufa-gosann heldur honum, en tekið er á ásinn. I spilasamkvæmi einu varð Palmerston lávarður eitt sinn svo æstur, að hann hafði hvorki stjórn á orðum né æði. Þetta kom mjög illa við nærsadda, en enginn þoi’ð1 að æmta né skræmta þegar svo mikill mað' ur átti í hlut. Öllum til mikils léttis fann baróninn de Bunsen ráð við þessu: „Þetta er að vísu ekki treikort," sagði hann hinn rólegasti, „en hvað um það — Pam, vei’tn nú vænn!“ f Frakklandi er laufagosinn oft kallað' ur Marat. Daginn 13. júlí árið 1793, þega1 Jean Paul Marat sat í, baðkeri sínu, hafð1 hann á bretti fyrir framan sig — ekki að' eins ritföng, heldur einnig spilabunka, sem útgefandinn hafði tileinkað honum. Þe®' ar hann nú heyrði umgang í stiganum- HEIMILISBLAÐl^ 80

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.