Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 14
an í París. Það var sannarlega óvæntur fagnaðarfundur." ,,Það var engin tilviljun," sagði hann spotzkur á svip og stóð upp. ,,En nú verð ég því miður að víkja mér frá — ég hef verkefni að sinna, sem ég verð að ljúka við.“ Hann gaut hornauga til Mollyar og lyfti annarri augnbrúninni; gekk síðan léttstígur og flautandi burt. Þegar Molly var stuttu síðar á leið nið- ur stigann sá hún hvar hann stóð og hall- aðist upp að vegg rétt hjá dyrunum að reyksalnum. Svipur hans var ekki lengur kaldhæðnislegur, heldur alvaran uppmáluð. „Líklega eruð þér gröm út í mig,“ sagði hann, „en ég neyddist til ... ég á við, ég varð að vera hæverskur við frúna.“ Molly varð hugsað til frú Heming og fegurðar hennar, sem ekki hvað sízt var fólgin í ríflegri fitu. „Þér eruð óefað sér- fræðingur í hæversku,“ sagði hún. „Svona, svona, gáið að hvað þér segið. Þér rjúkið upp á nef yðar við sérhvert smáatvik. Þér eruð víst ekki mjög vön því að umgangast ólíkt fólk, er það?“ „Ég þekki þó nokkuð til fólks,“ svaraði hún og reyndi að standa sig eftir atvik- um, „Ég veit hvernig það er.“ „Einmitt það? . . . En þér hafið sviðið vængina, Molly — og nú virðist þér hafa ákveðið að fara varlega með eldspýtur eft- irleiðis. Ég veit vel hvernig yður líður.“ Hann roðnaði lítillega um gagnaugun. „En í mínum augum eruð þér alls ekki stúlka sem maður leikur sér við á bakdyratröpp- um. Þér eruð . . . “ Ég held að þér séuð genginn af vitinu,“ greip Molly fram í fyrir honum án allrar reiði. „En ég hef öðrum hnöppum að hneppa.“ „Það hafið þér alltaf. En sjáið nú til — þarna kemur einn af yfinnönnunum, og hann stefnir beint hingað. Við sjáumst síðar í dag. Á sólbaðsþilfarinu — beint fyrir ofan björgunarbát númer tuttugu og eitt. Þér komið?“ Molly fannst hún vera dáleidd, þegai' hún kinkaði kolli til samþykkis. Yfirmað- urinn gekk framhjá án þess að taka eftii' þeim, og í sömu andrá og hann var búinn að snúa í þau hnakkanum, greip Devlin yfir um hana og þrýsti kossi á varir henni, svo að hún gat vart náð andanum, — en veitti samt enga mótspyrnu. „Skilurðu ekki hvað hefur gerzt milh okkar?“ sagði hann. Hún flýði af hólmi. En flótti hennai’ var viðurkenning. Klukkan sjö var gert. boð fyrir Molly 1 íbúð nr. sex til þess að aðstoða frú Myi’u Heming með fataskipti fyrir kvöldveðinn. Frúin var í ljómandi skapi, og skap henn- ar batnaði um allan helming þegar piltui’ kom með stóran blómavönd vafinn í selln- fan. „Ó, þetta er frá Micky!“ hrópaði hún frá sér numin. „Hann er þó dásamlegni’ sá piltur! Og samt hefur hann alls engin efni á þessu .. . “ Góðri stundu síðar, þegar Molly vai’ komin inn til sín, hafði hún tekið Þn ákvörðun, að svo fremi sem hún feng1 komizt hjá því, myndi hún ekki vilja s.ln Michael Devlin framar fyrri augum séi'- Engu að síður greip hún til eina samkvænv iskjólsins sem hún hafði haft meðferðis og fór í hann. Þá var hún reyndar komin það langt frá hugleiðingum sínum, að þrátt fyrir allt skyldi hún standa við loforð sitt og hitta pilt á bátaþilfarinu — og segjn honum, þessum stimamjúka vonbiðli frU Heming, rækilega til syndanna. Innst inm vissi hún þó, að þegar hún fór til stefn11' móts við hann, þá var það einvörðung11 vegna þess að hún gat ekki látið það ógeH- Það var eins gott fyrir hana að horfast 1 augu við sannleikann. Hún var ástfang111 af Michael Devlin, ástfangin meira en hún hafði nokkru sinni áður verið. Raoul? ' 86 HEIMILISBLAÐI®

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.