Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 9
^’ó hann spil úr bunkanum og stakk í °Pnu bókarinnar sem hann var að lesa. Svo sem alkunna er, átti það ekki fyrir ■^farat að liggja að opna þá bók aftur: 1 sörnu andrá þaut Charlotte Corday inn úr óyi’unum og rak hníf honum í hjartastað. sPilið, sem ásamt öðrum eftirlátnum mun- Ulu Marats var álitið helgur dómur af ^ylgjendum byltingarinnar, — það var htufagosi. Svo sem hinn blóðugi Marat átti sitt ör- luagspil, þannig hafa margir aðrir átt sín S'sefuspil. I París er ennþá geymt eitt spil frá ár- |uu 1647, það var lauf-tía með mynd Pep- litla. Það er úr spilabunka, sem gef- lr*n var út til heiðurs Ludvig XIV., þegar hunn var níu ára gamall. Þegar honum yur færður bunkinn, dró hann þegar í stað ut laufa-tíuna, og Mazarin áleit þetta í hjátrú sinni mikið gæfutákn, tók það til handargagns síðar meir og geymdi það til Eeviloka sem verndargrip. Annar stjórnmálamaður, Italinn Cav- °Ur» hafði spaða-níu sem gæfuspil, og hún ^rást honum ekki. Á Parísarráðstefnunni, ^ar sem þessi frægi póliíkus sat við spil a hverju kvöldi í Jockey-klúbbnum, græddi ^ann allháar upphæðir á spili þessu. I eitt skiptið, þegar gæfan var honum einkar ^liðholl, sat hann uppi með 10 000 franka gróða. Spil frá gömlum tíma eru bæði sjaldgæf °£ í háu verði; en hér og hvar á söfnum 6l‘u þau samt svo víða til, að hægt er að ®era sér góða hugmynd um það, hvernig Pau hafa almennt litið út. Á þjóðfræða- safninu í San Francisco eru til indíánaspil Ur leðri. Ekki er með vissu vitað um ald- Ur þeirra, og þau eru tiltölulega „varan- e£“ sökum efnisins sem í þeim er, en þau ei'u jafnframt eftirlíking á evrópskum sPilum og þannig yngri en Kólumbus. I tiittgart fyrirfinnast elztu þýzku spilin. H E I M I L I S B L A Ð I Ð Þau eru ferköntuð, jöfn á allar hliðar og með fjölbreyttum mannamyndum. Frá árinu 1477 eru til nokkur kringlótt spil, óvenjulega vel gerð og teiknuð. Gildi hvers þeirra eru táknuð með bjöllum, blöð- um og akörnum. Það var ekki fyrr en um 1500 að farið var almennt að teikna kónga og drottningar á spil. Fagurlega gerð spil af því taginu bera eftirfarandi auglýsingaráletrun: „Wer solsch Karten haben wolt, Der sind sie bei Hans Rumpolt" (Ef þið viljað eignast slík spil, þá fást þau hjá Hansi Rumpolt). Um skeið var það einhver mesta viður- kennig á almennum vinsældum einnar kon- ungsættar að lenda á spilum með mynd af sér og sínum, en svo kom að því, að það féll úr tízku að láta teikningarnar vera af þekkjanlegum pedsónum. Jafnframt því sem spilin tóku að flokkast á þann hátt sem nú er, í spaða, lauf, tígul og hjarta, var farið að framleiða einskonar skop-spil, þar sem dregnar voru upp skemmtilegar myndir af ýmsum atvikum og kringum- stæðum; t. d. gat laufið verið í mynd slaufu eða höfuðbúnaðar einhverrar pers- ónu. Hjartað herðarnar eða bakhlutinn. En einnig þetta féll úr tízku og ónafngreind- ar myndir af kóngum og drottningum báru sigur úr býtum. Á ýmsum byltingartímum hafa þó kóngar spilanna mátt gera sér að góðu að vera andlitsdrætti þekktra þjóð- höfðingja. í frönsku byltingunni 1789 voru gefin út spil með myndum af Moliére, La Fontaine, Voltaire og Rousseau sem kóngum, en drottningar þeirra voru gerð- ar ímyndir Vizku, Réttlætis, Þolinmæði og Máttar. I byltingunni 1830 var Lafayette teilm- aður með þrílita fánann, og sömuleiðis Mademoiselle Laurent „sú sem hefnir föð- ur síns“, og 1848 steyptu Bandaríkjamenn spilakóngunum og settu aðra í staðinn: Washington varð hjarta-forseti, John Ad- ams tígul-forseti, Fi’anklin laufa-forseti og 81

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.