Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1979, Síða 32

Heimilisblaðið - 01.05.1979, Síða 32
margt fólk, þar á meðal var kaupmaður- inn, sem með skelfingu sá hvar dóttir hans lila lá að því er virtist meðvitundarlaus. Án þess að yrða á nokkurn mann greip hann hana í fangið og hraðaði sér með hana heim á leið. Karen litla var harla miður sín eftir jökulkalt baðið. Hún var óðara háttuð nið- ur í hlýtt rúm, og þrátt fyrir alla um- hyggjusemi komst hún ekki hjá því að fá megna lungnabólgu og lá um hríð milli heims og helju. En smám saman komst hún úr allri hættu, og þarf varla að taka það fram, hvað foreldrar hennar voru ánægð með það og þakklát forsjóninni. En þau gleymdu heldur ekki honum Per litla, sem án frekari umhugsunar hafði farið út á ísinn og þar með bjargað lífi litlu stúlkunnar. Það sama kvöld kom kaupmaðurinn heim til Per og hringdi dyrabjöllunni. Erindi hans var að segja við móður drengsins, hversu mikils hann mæti snarræði hans og hugrekki. Tárin komu fram í augu hans er hann ávarpaði Per: „Þú hefur sýnt, að þú ert bæði vilja- sterkur og snarráður drengur, Per liti1' og þessu skal ég aldrei gleyma. Ég var við- skotaillur við þig í dag, — en hvers vii'ði eru nokkrar brotnar flöskur eða egg, a móts við það sem þú hefur gert fyrir okk- ur öll? Ef þú kærir þig um, þá stendui' þér starfið til boða eftir sem áður.“ Á eftir ræddu þau kaupmaðurinn og móðir piltsins lengi saman. Ekki fer mörg' um sögum af þeim orðaskiptum, en eftii’ ljómanum á andliti móður drengsins að dæma, þá varð niðurstaða þeirra öll ja' kvæð varðandi framtíð sonar hennar —' hans Pers litla. 104 H E I M I L I S B L A Ð I Ð

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.