Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 31

Heimilisblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 31
aftur af tárunum. Hvað get ég nú gert? hugsaði hann í fullkominni uppgjöf. Kaup- niaðurinn sleppir sér af reiði, þegar hann kemst að þessu. Hann mun áreiðanlega ekki ^ta trúað því, að þetta var þó ekki mér að kenna. Per var að því kominn að hlaupa burt af staðnum, þegar hann tók skyndilega akvörðun. Svo mikið karlmenni var hann, Þi'átt fyrir ungan aldur, að honum var Ijóst að ekki var hægt að hlaupast undan ábyrgð Serða sinna. Hann ætlaði sér að taka af- leiðingum þeirra eins og manni sæmdi. Ekki var hægt að segja annað en kaup- maðurinn yrði æfur, þegar hann heyrði hvað hent hafði. „Aulabárðurinn þinn,“ hi'ópaði hann upp. ,,Þú ert sannarlega bú- lnn að kosta mig stóran pening, drengur núnn, en nú skal líka verða endir á það btmdinn og það á stundinni. Gerðu svo vel ' hér er vikukaupið þitt, sem þú átt neyndar ekki skilið að fá, — og hafðu þig Svo á burt héðan fyrir fullt og allt!“ Vesalings Per hlýddi án nokkurra mót- n^æla eða tilraunar til að bera hönd fyrir höfuð sér. Sorgmæddur rölti hann heim a leið til þess að færa móður sinni hin dap- Urlegu tíðindi. Hvað skyldi annars móðir hans halda um hann? Og að þetta skyldi nú endilega þurfa að koma fyrir hann — Sem var svo ánægður með að hafa fengið betta starf — og í rauninni reynt að gera S1tt bezta . . . Hann lagði leið sína eins og hann var vanur — gegnum skemmtigarðinn þar sem úann hafði svo oft leikið sér ásamt félög- una sínum. En í dag finnst honum allt hvað eina svo dauflegt og grátt. Jafnvel leik- Ul> barnanna úti á ísilagðri tjörninni vakti enga athygli hans. Hann hugsaði ekki um auað en ógæfu sína og þá „skömm“ sem hann hafði leitt bæði yfir sjálfan sig og naóður sína. Par sem hann nú rölti þarna í þungum ^unkum um eigin eymd og umkomuleysi, bárust honum allt í einu til eyrna skelf- ingaróp og áköll. Hann seri sér snögglega við og sá óðara hvað um var að vera. Úti á ísnum var um það bil tugur barna, sem horfðu skelfingaraugum í átt til bakkans. „Hún Karen féll niður um ísinn!“ hróp- aði elzta barnið í átt til hans. Per greip til fótanna og flýtti sér á vettvang. Og það var ekki um að villast: IJti á miðjum tjarn- ísnum hafði myndazt vök, þar sem litla stúlkan hafði fallið niður um. Per var samstundis kominn í mikið upp- nám. Hann gleymdi óðara sínum eigin sorgum, hér varð að hefjast handa — og það þegar í stað. Hann skipaði tveim barn- anna að fara strax og ná í fullorðið fólk til aðstoðar, en sjálfur ætlaði hann að skríða með gætni út á ísinn í áttina að vökinni. Nálægt bakkanum var ísinn sæmi- lega þéttur og traustur, en eftir því sem utar dró varð hann þynnri, og strax þeg- ar nálgaðist vökina tók hann að braka og bresta. Allsstaðar umhverfis hann vottaði fyrir sprungum sem snarkaði ógnvekjandi í við hverja minnstu hreyfingu. Það voru óhugnanleg hljóð, þótt lág væru. Per lagð- ist niður og skreiddist áfram á maganum eins gætilega og honum var fært. Litla stúlkan, sem hann sá nú að var dóttir Johansens kaupmanns, var þegar bú- in að sökkva vívegis, þegar hann loksins náði tökum á henni. Þó að hér væri að- eins um barn að ræða, var engan veginn auðvelt að ná öruggu taki á henni og halda henni fastri. Per beitti öllum kröftum sín- um og einbeitni, og þó var hann hvað eftir annað að því kominn að missa takið; en nei, það mátti ekki ske, og með hinztu kröftum tókst honum að draga hana upp á ísbrúnina. Brúnin gaf eftir hvað eftir annað og vökin gliðnaði, en Per tókst með þrautseigju og atorkusemi að draga litlu stúlkuna fjær hættunni, unz hún var kom- in í fullkomið öryggi. Meðan á þessu stóð hafði drifið að fjöl- ^EIMILISBLAÐIÐ 108

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.