Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 29

Heimilisblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 29
Hann setti vélina í g’ír. Hinn geysistóri Haktor fór á hreyfigu, hlamxnaðist yfir Sólfið á sínu brakandi færibandi og brauzt gegnum afturhlið vélahússins með hina þi'.l'á farþega sína. XVIII. „Sam — Sam Toomey — Sam!“ Ræningjarnir, sem voru að baki véla- húsinu, höfðu lagzt í grasið og hagi’ætt sér þægilega við trjávirkið. Þeir skemmtu sér við að virða fyrir sér brunann. Eng- þeirra hafði búizt við, að nokkur hlut- ui' mundi gerast liérna megin hússins. Hið brennandi hús var aðeins skemmtileg úsegradvöl fyrir þá. Þeir lágu þarna ekki til að vera á verði. Riddarabyssurnar lágu spölkom frá þeim, og sjálfir lágu þeir tram á olnboga sína og reyktu sígarettur sinar letilega. Annaðhvort voru þeir of iatir eða þeir voru of hræddir um líf sitt °g limi til að vilja taka þátt í þeim blóð- ugu atburðum, sem búast mátti við að hæfust þá og þegar hinum megin við húsið. Örynjandi brak truflaði værð þeirra og fi’ið. Bakhlið vélahússins svignaði út, hin úigru tré sprungu og hrukku sundur til ailra hliða eins og þau væru ekki annað en ónýtir sprekbútar. Gríðarstórt gin opn- aðist á miðjum veggnum, og út um þetta gin kom tíu tonna traktor vaggandi, knú- 'nn af vél með ótölulegum hestaflafjölda. Hins og hryllileg ófreskja kom hann út úr hinu brennandi húsi undan logandi þak- 'nu og vaggaði áfram í tunglsljósinu með hvsesandi og ógurlegum hávaða. Ræningjamir þrír þutu upp af hinum H'iðsælu hvílustöðum sínum eins og kan- lnUr, sem gripnar eru af skyndilegri hræðslu. Þessi stóra, málmgljáandi °freskj a var á leiðinni til þeirra, skríðandi eftir grassverðinum. Þeir höfðu ekki tíma til að hugsa um rifflana, fyrir þá var ekki annað að gera en að koma sér burtu. Þeir hrukku til hliðar hver í sína átt. Á meðan þumbaðist traktorinn ótrauður upp brekk- una á sínum voldugu hjólum, sem mjök- uðu hinum þunga skrokki hans áfram hægt og rólega, en án nokkurrar áreynslu. Það var engin hindrun á leið hans, að undan- teknu trjávirkinu fyrir framan. Curzon sat klofvega á stýrissætinu og hélt af alefli með báðum höndum um stýr- ið. Hann hafði tekið hattinn sinn aftur, og hann hallaðist nú yfir aðra augabrún- ina. Hann hafði gefið vélinni eins mikið benzín og hún gat þolað, en að sjálfsögðu var ekki hægt að fara með miklum hraða. Afl traktorsins var að mestu fólgið í þunga hans — hann brauzt áfram með ómótstæði- legu afli og marði allt og braut, sem á leið hans varð, eins og væri hann reglulegur skriðdreki. Hann rakst beint á trjávirkið. Hinn sterki tréveggur svignaði og brotnaði, og þessi tröllaukna ófreskja óð áfram yfir brotna staura, án þess að hún hristist nokkuð að ráði og án nokkurrar eftirtekt- arverðrar minnkunar á hraðanum. Fram undan var landslag án girðinga og gerða af nokkurri tegund. Hæðardragið var að- eins rofið á einum einasta stað, þar sem vegurinn lá niður í dæld ekki langt frá svarta hliðinu. Það var þarna, sem Sam Toomey — ef fyrirtælun hans þá hafði heppnazt — átti að halda sér leyndum með hina reiðtýgjuðu hesta. Curzon stöðvaði traktorinn, en lét vél- ina ganga áfram. Vélin hafði gert sitt gagn. Nú var hún ónauðsynleg. Ekkert var auðveldara en að ganga hann uppi, og Cur- zon var þegar farinn að heyra fyrstu merki þess, að eltingaleikurinn væri að hefjast fyrir alvöru. (Framháld). HEIMILISBLAÐIÐ 101

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.