Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 13
Vlð mátti búast. Þungur bakkinn flaug úr höndum Mollyar og féll niður á dregilinn ^eð tvístrandi glösum og postulíni, svo að bergmálaði um alla ganga. .,Æ, fyrirgefið mér!“ sagði hann. „Nú skal ég hjálpa yður ...“ Hann kraup við að safa saman brotun- Urn ásamt henni, og hendur þeirra snert- Ust í írafárinu. Molly brosti ósjálfrátt til hans. Þetta var mjög viðkunnanlegur pilt- Ur> ekki tiltakanlega fríður, en það var eitthvað ferskt í svipnum, glettni í aug- 1111 um, og hárið var ljóst. ,,Nei, þetta var mér að kenna,“ flýtti Holly sér að segja. „Ég gáði ekki að því hvert ég var að fara.“ Hún fann fyrir und- urlegum fiðring í húðinni, allt upp í hárs- i'ætur, og tárin voru aftur komin fram í augnkrókana. Pilturinn var vingjarnlegur a svip, allt að því sorgmæddur, svo að varir hennar tóku næstum á sig skeifu. „Þetta starf er alveg nýtt fyrir mig,“ sagði hún. »Hg klúðra öllu .. . “ „En þetta var alls ekki yður að kenna,“ Sagði hann ákveðinn. „Svo er svona bakki alItof þungur. Látið mig bera hann ..." „Nei, — nei.“ Ef hjara hennar hefði ekki verið jafn barmafullt af sorg og raun ^ar á, þá hefði það glatt hana að kynnast Pessum bjartleita unga manni. En um leið °g hún stundi vék hún úr huga sér hverri tilhugsun um gönguferðir, íþróttaleiki, áans og daður. Hjartans angist og ein- Hianaleiki ásamt botnlausri tortryggni í Sai'ð allra karlmanna — þetta var orðið hennar hlutskipti. „Þér megið ekki fara án þess að segja ^éi* hvað þér heitið,“ sagði hann í bæn- ari*ómi en þó ákveðið. Hún flýtti sér að setja upp sæmilegan Virðuleikasvip. „Molly Shannon, úr því þér endilega viljið fá að vita það!“ h Hann brosti að skyndilegri óframfærni eiinar. „Og ég heiti Michael Devlin.“ I sömu andrá bar þar að þjón, sem kast- H E I M 1 L I S B L A Ð I Ð aði kurteislega kveðju á unga mannin, en vék sér síðan að stúlkunni harla kuldaleg- ur á svip og í fasi: „Shannon? Frú Hem- ing á númer sex óskar að fá úlfaldaháls- teppi til sín upp á gönguþilfarið. Það er í setustofunni hennar.“ Molly hraðaði sér burtu. Henni var ljóst, að ekki þýddi annað en hlýðnast fyrirmæl- um. En hún gat ekki varizt því að hugsa um það, hvað Michael þessi Devlin myndi segja, ef hann vissi, að þessi rauðhærða óhemja hafði fyrir stuttri stundu klipið stúlkuna ótæpilega í eyrað. Molly hélt á teppinu á handleggnum þar sem hún gekk upp á gönguþilfarið og fann frú Heming þar sem hún sat í sólbaðsstól. Hún var þar ekki einsömul. Og þegar Molly sá, hver það var sem hafði ofan af fyrir frúnni með nærveru sinni, var hún næst- um búin að fá tilfelli. Það var enginn ann- ar en Michael Devlin, sem sat þarna við hlið skessunnar og var í þann veg að hag- ræða púðum við bakið á henni svo henni mætti líða sem bezt. „Kveikið svo í sígarettu handa mér, og fyrir alla muni hættið að kalla mig frú Heming,“ sagði hún við hann í blíðasta tóni. Molly gekk til þeirra með teppið. „Á ég að breiða það yfir yður, frú ?“ Frúin svaraði með furðulega sætum hreim: „Takk fyrir — en þess þarf ekki. Micky, — viltu vera svo vænn að leggja það yfir mig . . . “ En Michael Devlin sinnti ekki þessum tilmælum. Hann góndi á ungu káetuþem- una, sem ekki virtist sjá hann fremur en hann væri loftið tómt. Þá loks tók hann eftir orðum frúarinnar og tók. til við að leggja um hana teppið eins nostursamlega og hann gat. „Ó, þú ert svo yndislegur, Micky,“ dæsti frú Heming. „Hvað það er nú gaman, að þú skyldir lenda á sama skipi og ég, eftir þessa yndislegu daga sem við áttum sam- 85

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.