Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 24
Eitt augnablik lagði hann hönd sína á öxl henni, sem strax hætti að titra, og hann sneri sér undan. Hann vissi, að honum var óhætt að treysta því, að hún stæði vel á varðbergi sínu. Vegna athugana sinna fyrr en kvöldið vissi Curzon, að vélahúsið var venjulegur ílangur, herhyrndur geimur, sem ekki var þiljaður sundur og með gólfi, sem lá í sömu hæð og jörðin í kring. Hann kveikti á eld- spýtu, til þess að hann gæti áttað sig. Hann komst að raun um, að engir gluggar voru á húsinu, og að auk litlu dyranna, sem Jay stóð vörð við, var eitt breitt inn- aksturshlið, lokað með tveim þungum skot- hurðum, sem slagbrandi var skotið fyrir að innanverðu frá. Annars var veggjun- um klambrað saman úr óvönduðu timbri. Hann þurfti þess vegna ekki að óttast, að ráðist yrði aftan að sér, nema því aðeins að ræningjarnir reyndu blátt áfram að brjótast gegnum veggina. Þegar eldspýtan var brunnin út, kveikti hann á annarri. Hermína læddist til hans. I hinni daufu birtu af blaktandi eldspýtu- Ijósinu sá hann, að andlit hennar var ná- fölt. ,,Eg finn reykjarlykt," sagði hún með hræðsluhreim í röddinni. Curzon hafði numið staðar hjá stórum, grámáluðum traktor, sem komið hafði ver- ið fyrir mitt í vélahúsinu milli plógs og sláttuvélar. ,,Það er ekkert einkennilegt við það,“ svaraði hann og hugsaði varla um það, sem hann sagði. Hann stóð kyrr með hnyklað- ar brýr og velti einhverju fyrir sér. „Þessi framleiðsla er bölvað húmbúkk," sagði hann. „Maður veit aldrei, hvernig þær kunna að hegða sér — þær eru svívirðilega óáreiðanlegar . .. “ „Hver er óáreiðanlegur ?“ spurði Herm- ína undrandi. „Það er þessi vél þarna, sem ég er að tala um,“ Hann sparkaði í hið digra, lið- skipta lirfuband, sem átti að vera hjól undir þessari þungu vél. Hermína horfði skilningssljó á hann, hana undraði auðsjáanlega stórum á þvi, að hann skyldi geta verið að hugsa uxn þess háttar núna. En svo beindist athygú hennar að dálitlu öðru. Hún hrukkaði litla, fíngerða nefið sitt og þefaði. „Það er reykj- arlykt, sem ég finn!“ sagði hún æst. „Hún er alltaf að verða magnaðri.“ Síðustu mínúturnar eða um það bil hafði Curzon heyrt nokkur þung hljóð, eins og eitthvað dytti niður á þakið. Þegar hann leit upp og hlustaði, fannst honum hann heyra lágt snark. Hin sterka lykt, seni farin var að skemma andrúmsloftið — það þurfti ekki að vera í nokkrum vafa um hana. Hann kinkaði kolli alvarlegur. „Þar sem eldur er,“ sagði hann — „þar hlýtur reykur líka að vera.“ „Eldur?“ endurtók Hermína eftir hon- um með lágri röddu. „Já, hver fjandinn ætti það svo se® annað að vera, úr því að faðir þinn er svo nízkur, að hann notar hálm í stað asbest- platna til að þekja hús sín?“ sagði Curzon hneykslaður. „Mér þætti gaman að tala nokkur orð við hann um það efni. Og svo að kaupa annað eins ræksni og þessi trakt- or er af einum keppinauta okkar!“ bætti hann við og sparkaði í vélina. „Hann hlýt- ur að vera vitlaus. í stað þess að kaupa sér Mastodont, —.“ Hann var truflaður af Jay, sem hafði yfirgefið stað sinn við dyrnar og kom nú hlaupandi til hans. Hún gekk fast að Cur- zon, laut áfram og hvíslaði einhverju 1 eyra honum, sem hún vildi auðsjáanlega ekki að Hermína heyrði. „Þeir kasta blysum upp á þakið!“ hvísl- aði hún. „Húsið er að brenna!“ Mennirnir fyrir utan tóku aftur að skjóta, en ruddaleg rödd — rödd Barboza, hugsaði Curzon — skipaði þeim að hætta- Það var ekki vegna þess, að svartskeggj' 96 heimilisblaðið

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.