Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 23
ui’þunnt pappírsblað. Hann heyrði stunu fyrir utan, þrýstingurinn á hurðina hvarf þegar í stað, og af hljóðinu af flýjandi fótataki í allar áttir skildist honum, að 1’£eningjarnir væru að dreifast. Hinn óvænti blossi frá skammbyssunni blindaði hann í nokkrar sekúndur, en þeg- ai' augu hans tóku aftur að venjast myrkr- Miu, sá hann, að tunglsljósið seitlaði inn um rifurnar á veggjunum. Stór rifa var vétt hjá öðrum dyrakarminum, og gegn- uiu hana gægðist Curzon út. Aðstæðurnar fyrir utan voru nákvæm- ^ega þær söm.u og hann hafði hugsað sér þ®r. Ræningjarnir, sem ráðizt höfðu á dy rnar, höfðu dreifzt og stóðu í tveim hóp- Um, auðsjáanlega á þeirri skoðun, að nú vmri of langt færi í þá. En einn af þeim hafði orðið eftir fast við þröskuldinn. Cur- z°n kom auga á stígvél hans og hélt í fyrstu, að hann væri njósnari, en svo varð honum ljóst, að annaðhvort væri maður- lnn dauður eða að minnsta kosti særður banvænu 'sári — hæfður af því skoti, sem hleypt hafði verið af í ógáti. Það er einkennilegt, hve fljótt maður- mn getur vanizt nýjum og óreyndum að- steðum. Fyrir aðeins sólarhring síðan Uiundi Curzon hafa orðið skelfingu lostinn, hann hefði drepið mann, jafnvel þótt 1 ógáti hefði verið. En á þessari nóttu, á °ðalssetri don Garza Amors, lét hann sér fátt finnast um þenna atburð. Hann virti þenna hreyfingarlausa líkama þarna fyrir utan varla viðlits. Uppi í salnum lágu Sennilega tveir menn dauðir — af skotum þeim, sem Jay Coulter hafði hley])t af. En hunn fann ekki til neins samvizkubits út af þessum blóðsúthellingum. Þeir, sem féllu, voru aðeins menn í tafli, og hann hafði í hyggju að koma eins mörgum og mögulegt var út af taflborðinu, áður en ^ann sjálfur yrði mát. Gegnum rifuna gat hann séð niður eftir ^mðinni alla leið að garðinum. Alls staðar sá hann menn á hreyfingu. Fyrsti tryll- ingslegri æsingurinn var horfinn, og þeir hrópuðu ekki lengur hástöfum um það, sem þeir ætluðu að gera. 1 stað þess söfnuðust þeir í hópa hingað og þangað og ræddu málið með ískyggilegri ró. Þessi kyrrð var óheillavænlegri en hin tryllta ringulreið fyrir skömmu síðan. Curzon sá fram á, að hættan varð meira og meira yfirvof- andi fyrir hverja mínútuna, sem leið. Þetta var lognið á undan ofviðrinu. Honum var innan brjósts eins og ógnandi ský þyrpt- ust saman úr öllum áttum. Það gat ekki liðið á löngu, þangað til ofviðrið skylli á, og þá væri allt um garð gengið. Hingað og þangað sá hann eldblossa — það voru blys, sem verið var að tendra. Curzon sá mann einn koma hlaupandi með brennandi blys, nema staðar, lyfta því upp yfir höfuð sér og slöngva því í eldspúandi boga gegnum loftið. Á næsta augnabliki heyrði hann eitthvað lenda á þakinu fyrir ofan höfuðið á sér. Hann bar skammbyssu- hlaupið enn á ný að rifunni, en hikaði við. Á þessu færi gat hann ómögulega hitt, og hann gat ekki undir neinum kringumstæð- um varnað ræningjunum að henda brenn- andi blysum upp á þakið. Það var hyggi- legra að geyma skotin, þangað til hann neyddist aftur til að berjast á opnum velli. I myrkrinu fann hann silkimjúkt hár strjúkast við eyra sitt. I ákafa sínum til að sjá, hvað fram færi, var Jay komin nær honum en hún ef til vill hafði ætlað. Hann gekk til hliðar og lofaði henni að gægjast út. „Hafið bara gætur á þeim,“ sagði hann og veitti því eftirtekt, að hún hélt enn þá á skammbyssunni í hönd sinni. „Ef þeir skyldu aftur gera tilraun til að brjóta upp hurðina, þá fælið þá burtu með einu eða tveimur skotum. Ég skaut einn fyrir augnabliki síðan.“ Hann lagði augað við rifuna, og hann hafði hugboð um, að hrollur færi um hana. ^ E I M I L I S B L A Ð I Ð 95

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.