Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1979, Qupperneq 20

Heimilisblaðið - 01.05.1979, Qupperneq 20
útu. Hann heyrði ákafa rödd Jays, sem var að skamma Hermínu, og þegar hann leit upp aftur, var unga Mexíkóstúlkan hik- andi og hrædd að klifra yfir handriðið á veggsvölunum. „Það er gott!“ hvíslaði hann upp til þeirra. „Stökkvið þið bara! Fljótt!“ Hermína hikaði enn þá við að stökkva, en Jay ýtti þá við henni, svo að Mexíkó- stúlkan missti tak sitt á handriðinu og datt. Hún lenti beint í fanginu á Curzon, og eitt augnablik var hann hulinn í silki- slæðu. Þó að unga stúlkan væri ekki neitt sérstaklega þung, var samt töluverður þungi að taka á móti henni úr þessari hæð, en Curzon hafði komið sér vel fyrir, og hann riðaði ekki nema lítið eitt, þegar unga stúlkan lenti í útbreiddum faðmi hans. Hermína hélt dauðahaldi í hann í nokkrar sekúndur, þangað til hann losaði sig við hana og setti hana til jarðar. „En hvað þér eruð sterkur!" stundi hún upp lágt og angurvært. „Hvað — ?!“ Curzon kipptist við. Atburðurinn minnti hann allt í einu á kvöldið áður, þegar hann hafði sungið aftanóð fyrir utan hús eitt, og unga stúlkan hafði stokkið niður af veggsvölum — í fangið á honum. Hún hafði sagt nákvæmlega þessi sömu orð. „En hvað þér eruð sterkur!“ — og með alveg sömu angurblíðu og ástleitnu rödd- inni. Jafnvel á þessu augnabliki, þegar líf þeirra hékk á bláþræði og Mexíkóstúlk- an var dauðskelkuð, gat hún ekki á sér setið. Þetta var í blóði hennar. Hann leit upp og horfði á Jay Coulter. Hefði það verið hún, sem hefði staðið við hlið hans í gærkvöldi frammi fyrir prestinum, þá skyldi hann ekki hafa verið að barma sér. „Tilbúin?” spurði hann með hvísli, sem líktist einna mest andvarpi. Jay var komin yfir handriðið og stóð á veggsvalabrúninni á sama hátt og Cur- zon hafði gert áður. En í stað þess að stökkva laut hún áfram og greip í vegg- svalabrúnina og hékk þannig eitt augna- blik í lausu lofti. Áður en Curzon fengi tíma til að grípa hana, lenti hún mjúklega við hliðina á honum. Apache var nú einn eftir upp á svölun- um. Hann ýlfraði lítið eitt og vatt til skrokkinn í ákafa, meðan hann starði niður. „Komdu hérna — futt, futt!“ Curzon lét smella í fingrunum. „Komdu svo — stökktu niður!“ Og eins og hundurinn hefði ekki annað gert alla sína ævi en að æfa sig í svona stökkum, stökk hann frá handriðinu, og Curzon greip hann á lofti eins og bolta. Það voru síðustu forvöð að komast á stað. 1 garðinum heyrðust hróp og kölh °S menn komu hlaupandi í áttina til þeirra beggja vegna við aðalbygginguna. Vegur- inn að hliðunum var lokaður. Þau gátu aðeins flúið í eina átt — til vesturs •—- til trjávirkjanna. Jay og HeiTnína voru þegar lagðar a stað, og Curzon náði þeim fljótt. Apache kom þjótandi á eftir þeim. Hópur af mönnum kom í ljós við eitt af húshornunum. Þeir komu auga á flótta- mennina í björtu tunglsljósinu og tóku að elta þá á harða hlaupum. Fyrst varð að fara yfir nokkurn hluta garðsins, því nsest nokkra runna, og að lokum um fimmtiu metra langt svæði, sem hallaði lítið eitt upp á við og þar sem ekki var hið minnsta fylgsni né skjól að fá, fyrr en komið vai' að vélahúsinu, sem var rétt hjá trjávirkinu- Hermína hafði gleymt veikleika sínum og hjálparleysi og hljóp eins og hind, hald- andi að sér kjólnum. Jay fylgdi henni nieð léttum hreyfingum, sem virtust ekki kosta hana neina áreynslu. Sjalið flaksaðist kringum hana, þar sem hún hljóp með handleggina fast upp að mjöðmunum. Hin- ir þrír flóttamenn hlupu yfir garðinn, brut- ust gegnum runnana og byrjuðu svo á síð- 92 HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.