Í uppnámi - 01.06.1901, Side 8
38
að koma út; myndin er frá þeim tíma, er hann varð yfirskákmeistari
Canada.
Magnús var einmana og umkomulítill, er hann flutti vestur, en hefur
með dugnaði barizt áfram og getið sér sjálfum mikinn sóma í þeirri
grein, þar sem enginn Islendingur áður hefur getið sér mikla frægð.
Saga skáktaflsins.
I.
Skáktaflið var fundið upp, að því er virðist, á Norðvestur-Indlandi
og er þess fyrst getið, sem sýnt mun seinna, hjá rithöfundi, sem var
uppi hér um bil 600 árum e. Kr. A sanskrít, fornmáli Indverja, var
það kallað caturanga (frb. tsjatúranga), og var það nafn dregið af
hinum fjórum (catur) höfuðdeildum (anga) í her Indverja, fótgönguliði,
fílum, riddaralið og vagnher. Elzta nafn skáktaflsins þýðir því „hern-
aðarleikur.” Helzti maðurinn var höfðingi landsins eða konungur
(rádsja, rája); við hlið konungs stóð ráðgjafi hans (mantrí). Hinir
mennirnir 1 fylkingunni hétu á sanskrít hasti (fíll), er vér nú köllum
biskup, agva (hestur), nú riddari, ratha (stríðsvagn), nú hrókur, og
padáti (fótgöngumaður), nú peð. Svo lítur út sem skáktaflið, skömmu
eptir að það var fundið upp, hafi borizt austur á bóginn til Kína,
Japan, Birma og Síam, en breytzt mjög á leiðinni, því að eins og það
er teflt nú í þessum löndum verður það varla þekkt fyrir hið sama.
En allstaðar í þessum austlægari löndum hefur þó riddaragangurinn
haldizt óbreyttur; og þessi einkennilegi gangur er nægileg sönnun fyrir
því, að öll þessi taflafbrigði eru af sömu rót runnin. Hitt er víst, að
á leiðinni vestur á bóginn, barst það fyrst til Persíu og á persnesku
var það nefnt sháh (frb. sjakh), sem þýðir “konungur,” og því nafni
hefur það haldið í flestum löndum Evrópu (ítölsku: scacchi; frönsku:
échecs; þýzku: schach; ensku: chess; dönsku: skak; svensku:
schack; ísl.: skák). Hið evrópska nafn skák eða skáktafl þýðir því
eiginlega “konungstafl,” og þegar sagt er: “skák!”, þýðir það: “gættu
að konginum!” Um leið og indverska orðið rádsja var þýtt á
persnesku með sháh, sem nafn hins mikilvægasta skákmanns, þýddu
Persar líka orðið mantrl og kölluðu fers (fersan, farzin) eða
vizlr (ráðgjafi), en þann skákmann köllum vér nú drottningu. Líklegt
er, að sanskrítarqrðið ratha hafi aflagazt hjá Persum og orðið rukh,
en hvernig á því stendur vitum vér ekki. Þetta orð komst svo inn
í arabisku, og þaðan inn í vesturlandamálin (roque, rocco, rook,
hrókur). Hastl (fill) varð á persnesku pil og á arabisku fil og
komst svo inn í Evrópumálin með arabiska greininum fyrir framan í