Í uppnámi - 01.06.1901, Qupperneq 9
39
myndinni alfil (alfiere, alfin, auphin). Orðið agva varð á pers-
nesku asp (riddari), og á arabisku faras (hestur); en orðið padati
varð á persnesku pijáda og meðal Araba aflagaðist það og varð
baiðaq. Það er einkennilegt, að skáktaflsins er fyrst getið, að því
er vér nú vitum, ekki í neinum ritum á forntungu Indverja, heldur í
“Sögunni af Artaxerxesi” — riti svipuðu Tristramssögu og öðrum ís-
lenzkum miðaldasögum. Hún er rituð á palví, sem ekki er neitt
sérstakt mál, heldur einkennilegur persneskur ritháttur. “Sagan af
Artaxerxesi” var samin á árunum frá 590 til 628, og er söguhetjunni
meðal annars talið það til ágætis, að hann kunni catrang eða tafl.
Yér vitum þó ekki með neinni vissu, hvenær skáktaflið kom til Persíu.
Fiedusi, mesta skáld Persa, getur um það í hinum frægu hetjuljóðum
sínum “Sháhnama,” sem sámin eru hér um bil 1000 e. Kr.; talar
hann þar um það sem algenga skemmtun í Persíu. Þaðan barst það
til Arabíu ekki seinna en fyrst á 8. öld. Arabar tóku upp persnesku
orðin sháh og fers til að tákna helztu mennina á borðinu, og þeir
tóku einnig upp persneska orðtækið sháh mát (kongurinn er yfir-
tyrmdur, gripinn óvörum) til að tákna síðasta aðalatriðið í taflinu;
þetta orðtæki hefur svo komizt inn í Evrópumálin (spönsku: jaque-
mate; ítölsku: scaccomatto; frönsku: échec et mat; þýzku:
schachmatt; ensku: checkmate; íslenzku: skák og mát). Arabar
kölluðu skáktaflið esh shatranj (frb.: esj sjatrandsj, fyrra orðið ara-
biski ákveðni greinirinn) og var það afbökun á sanskrítarorðinu
caturanga. Ur þessu orði myndaðist svo á spönsku ajedrez (eldri
ritháttur axedrez), á portúgölsku xadrez. Arabar lögðu mikla stund
á skáktaflið, komu lögum þess á fastan fót og margir þeirra urðu
frægir fyrir skáklist sína og rituðu merkar bækur um það. Þegar á
9. öld voru uppi þrír frægir arabiskir taflmenn, er sömdu ritgjörðir
um skáktaflið, sem sé al Adli, al Razi og al Quli; á sömu öld er
og getið um mjög fiman blindteflara í Persíu, og um sömu mundir
var sonur Persa nokkurs, kallaður “taflmaðurinn Abu Hafq,” í miklum
metum við hirð arabiska kalífans Mahdi. Mörg arabisk skákhandrit
frá nokkuð seinni tímum eru til víða í bókasöfnum bæði í Austur- og
Vesturlöndum. Höfundar þeirra skýrðu ekki byrjanirnar eins og vér
nii gjörum, heldur röðuðu þeir mönnunum í ýmsar meira og minna
ímyndunarfullar stöður á borðinu, sem þeir svo gáfu ýms nöfn; með
þessum taflstöðum byrjuðu þeir svo taflið og nefndu þær tabíjur
(eintala tabíja, arabisk fleirtala tabíját); einnig gáfu þeir tafllokum
og skákdæmum mikinn gaum og kölluðu þau mansúbur (eintala
mansúba). Þá er ríki Araba þar eystra leið undir lok, má segja
að úti sé fyrsta tímabilið í sögu skáktaflsins, Asíuöldin (Inda-, Persa-
og Araba-öldin). Arabar unnu Spán og fluttu skáktaflið þangað með