Í uppnámi - 01.06.1901, Blaðsíða 10

Í uppnámi - 01.06.1901, Blaðsíða 10
40 sér og þá byrjar annað skáktímabilið, sem kölluð er asiatiska Evrópuöldin, því að á því tímabili, sem náói yfir 500 ár, var skálc- tafiið algjörlega teíit eptir þeim reglum, sem tíðkuðust í Asíu. Taíiið var orðið algengt á Spáni fyrir árið 1000, en auðvitað nokkru fyr meðal Serkja (Araba) þar. Til Italíu barst það fyrir 1050, og er þess fyrst getið þar svo menn viti árið 1061. Hér unj bil einni öld síðar komst það til Frakklands og þaðan bráðlega til Englands. Fyrsta lýsing á því í bókmenntum hins síðastnefnda lands er samin á latínu af Alexander Neckham, ábóta, nokkru fyrir 1200.1 Fyrir lok 12. aldar virðist það að hafa flutzt til Islands; að minnsta kosti er það víst, að Snorri Sturluson og ýmsir aðrir á Sturlungaöldinni liafa þekkt það. Miklar líkur eru til, að Islendingar, sem höfðu gengið í dómskóla og klausturskóla á Englandi, þar sem bók Neckham’s hlaut að vera vel þekkt, haíi flutt það með sér. Einmitt frá þesskonar skólum og yfir höfuð að tala frá klerkum og munkum breiddist list þessi mest út á þeim tímum, og úr þeirra flokki eru margir hinna elztu skákrit- höfunda í Evrópu. Þetta á rót sína að rekja til þess, að við skák- taflið voru ekki notaðir teningar eins og í öðrum töíium, en í kanón- iskum lögum er bannað að hafa teninga um hönd. I nokkruin íslenzkum sögum, er geta athurða eldri en frá 13. öld, er (skák)-tafls getið, en annaðhvort stafar það af fáfræði eða skeytingarleysi höfund- anna eða þá að þeir eiga við hnefatafl og önnur töfl. Það sést bezt af nöfnum skákmannanna, að skáktaflið hefur borizt frá Englandi til íslands, því að Englendingar og íslendingar eru þær einustu þjóðir, sem nefna einn af skákmönnunum biskup (bishop). Nokkru síðar en þetta barst skáktaflið til Þýzkalands, en eigi verður það nákvæmlega ákveðið, á hvaða tíma það hefur orðið, en víst má telja, að það varð eigi algengt í Mið-Evrópu fyr en það var orðið mjög tíðkað á Is- landi. Algengt varð það ekki í Danmörku, Noregi og Svíþjóð fyr en löngu seinna, og til Noregs hefur það ef til vill borizt með íslend- ingum. Frá Þýzkalandi komst það austur á bóginn til Bæheims og Póllands; en af nöfnum skákmannanna og ýmsum skákyrðum má sjá, að Ungverjar hafa lært taflið af Tyrkjum, en Rússar hafa fengið það beina leið frá Persíu og Indlandi, enda þótt sumir nýrri rithöfundar séu þeirrar skoðunar, að það hafi komið til þeirra frá Grikkjum, þ. e. a. s. yfir Miklagarð. I elzta tafli Asíuþjóða var gangur kongs, riddara og hróks hinn sami og nú tíðkast; peðin gengu lika eins, bæði er þau héldu fram 1 Neckham (f. 1157, d. 1217) hélt fyrirlestra bæði á Englandi og í París. Titill þessa merka rits hans var: De naturis rerum og er það eins konar alfræðibók; 18. kap. hennar hljóðar um skák (de scaccis).

x

Í uppnámi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.