Í uppnámi - 01.06.1901, Síða 11

Í uppnámi - 01.06.1901, Síða 11
41 og drápu, þó máttu þau eigi hlaupi yfir reit í fyrsta skipti, er þeim var leikið. Drottningin (fers) gekk að eins um einn reit skáreitis á hvern veg, og kom því ekki að eins góðum notum og nú; biskupinn (fil) hafði samskonar gang og nú tíðkast, en gat að eins farið á þriðja reit skáreitis, en mátti hins vegar hlaupa yfir mann, er varð á vegi hans. Það er mjög eptirtektavert, að tafl þetta hefur frá því fyrsta verið svo fullkomió, að það liefur tiltölulega mjög lítið hreytzt á svo mörgum öldum. Fyrsta rit, er samið var í Evrópu um skák- taflið, var samið að tilhlutun Alfons X. hins vitra, konungs á Spáni (o: Kastilíu og Leon), á spænska tungu; var það endað um 1283-84; er það handrit mjög skrautlegt og er nú geymt í bókasafni Escuríal- hallarinnar nálægt Madríd; af því getum ver séð nákvæmlega, hvei’nig skáktafiið var á þeim tímum. En nokkru eptir daga Alfons konungs tók það að breytast þannig, að surnir aðalmennirnir urðu öfiugri en áður og enn aðrar nýungar urðu. Fyrst varð sú breyting á, að drottningunni var leyft að fara yfir á þriðja reit í allar áttir í fyrsta skipti, sem henni var leikið, þ. e. einu sinni í tafli hverju var lienni leyft að auka til helminga vanalegan drottningargang. Næst varð sú breyting á, að leyft var öllum peðum að hlaupa yfir reit í fyrsta skipti, er þeim var leikið; þannig gat þá taflmaður leikið peði á d2 að vild annaðhvort yfir á d3 eða d4. Seint á 13. öld var það og heimilað konginum að hlaupa yfir einn reit einu sinni í hverju tafii, og lítur svo út, sem það hafi tíðkazt á Norður-Italíu að færa þá drottninguna um leið og konginn, og gjöra þannig leikinn tvöfaldan og sameiginlegan fyrir þau bæði. Breytingar þessar fóru svo í vöxt, að á síðustu árum 15. aldar var drottningin orðin öll önnur, og hún, sem áður hafði verið með ónýtustu skákmönnunum, var nú orðinn hinn fremsti þeirra, og gekk í allar áttir langreitis, hliðreitis og skáreitis að svo miklu leyti sem það var liægt fyrir öðrum mönnum á borðinu. Stæði hún því á miðju borði, gat hún ráðið yfir 27 reitum, er enginn stóð í vegi, eða nálega hálfu borðinu í stað þeirra fjögurra reita, er hún réð í byrjun. Ennfremur var biskupsgangurinn aukinn þannig, að biskupinn fékk full ráð yfir hornalínunum, ef enginn maður tálmaði; gat því hver biskup nú ráðið 13 reitum í staðinn fyrir áður voru þeir einungis fjórir. Því má segja, að um 1475 sé eldra taflið vikið fyrir hinu nýja — nema í fáeinum smáatriðum — og nýtt eða þriðja skáktímabilið byrjað, sem sé Evrópuöldin. Síðasta mikilvæga breyting á taflinu varð á Italíu milli 1550 og 1575, en það var hinn tvöfaldi leikur, er vér nú köllum hrókun. Hún myndaðist úr heimild þeirri til lengri gangs, er kongi og drottningu áður var veitt einu sinni í liverju tafli, og kemur í stað hennar. Að vísu var um hríð hrókað ýmislega á ýmsum stöðum, þar eð menn greindi á um þá

x

Í uppnámi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.