Í uppnámi - 01.06.1901, Side 34
Útlendar skáknýungar.
Gömul ensk bók um jarðræktun eptir rithöfund frá fyrri hluta 16. aldar,
Eitzheebeet, hefur verið gefin út á ný af hinu enska mállýzkufélagi (The
English Dialeet Society). Titill hennar er: “The Book of Husbandry.’’ í
formálanum fyrir henni er minnst á skák og prentum vér þann kafla her
upp ekki einungis vegna þess, sem höfundurinn segir um skák, heldur
einnig sem gott sýnishorn þess, hversu enska var rituð fyrir fjórum öldum:
“But who that redeth in the boke of the moralytes of the chesse, shal
therby perceyue, that euerye man, from the hyest degree to the lowest, is
set and ordeyned to haue labour and occupation; and that boke is deuyded
in vi. degrees, that is to saye, the kynge, the quene, the byshops, the
knightes, the iudges, and the yomenne. In the which boke is shewed
theyr degrees, theyr auctorytyes, theyr warkes, and theyr occupations, and
what they ought to do. And they so doynge, and executynge tlieyr
auctorytyes, warkes, and occupatyons, have a wonders great study and
labour, of the which auctorytyes, occupations, and warkes, were at this
tyme to longe to wryte. Wherfore I remytte that boke as myn auctour
therof: The whiche boke were necessary to be knowen of every degree,
tbat they myghte doo, and ordre them selfe accordynge to the same And
in so moche the yomen in the sayde moralytyes and game of the chesse
be set before to labour, defende, and maynteyne all the other people, as
husbandes and labourers, therfore I purpose to speake fyrste of husbandrye.”
Utgefandi bókarinnar segir, að höfundurinn eigi hér við skákritið eptir
Jacobcs de Cessodis, sem upjihaflega var samið á latinu um 1300 og síðan
var þýtt á nálega öll Evrópumál. Á ensku hét það “The Game and playe
of the Chesse," og var það hiu fyrsta bók, er prentuð var á ensku og af
hinum fyrsta enska prentara, William Caxton, er einnig hafði sjálfur þýtt
hana. En í einu af síðustu númerum Lundúnablaðsins “Athenæum” (22. júni)
sýnir dr. Haeold J. R. Mueeay, hinn fróði enski- skáksöguritari, fram á,
að Fitzheebeet eigi við allt aðra skákbók, sem eignuð er einum merkasta
páfanum; hinn latneski titill hennar er: “Moralitas de Scaccario, secundum
Dominum Innocentem Tertium Papam." Handrit af þessari páfabók eru í
bókasafni British Museum og annarsstaðar. Fitzheebeet talar, eins og sjá
má, um hrókana sem dómara i skákkongsríkinu, þar sem þeir hins vegar
í bók Jacobus de Cessolis eru nefndir “vicarii seu legati regis.” I ritgjörð
Innocentius’ páfa er þeirra þannig getið: “Rochus est justitiarius totam
terram directa tamen linea, ita quod nihil oblique capiat muneribus cor-
ruptus, sed omnia juste corrigat, nulli parcens.” Dr. Muebay færir líka
önnur rök að því, að Fitzheebeet vitni eigi í bókina, er Caxton
prentaði.