Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1915, Side 16

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1915, Side 16
starfaði nótt og nýtan dag í þarfir hinna hrjáðn og smáðn, og varð mikið ágengt. Var þess eigi langt að biða, að hún ynni sér það transt og þá virðingu, sem ætíð fellur þeim í skaut, er fylgja sannfæringu sinni af óbilandi þreki. Þólti Jlestum sýnt, að hvatir hennar voru hreinar og göfugar, og að henni gekk eigi annað til en brennandi meðaumkun með fátæklingunum og löngun til að bæta kjör þeirra. Fór svo að lokum, að hún var kjörin í skólanefnd í einu af fá- lækrahverfum Lundúnaborgar, því engum voru hagir fátæk- linga kunnari en henni og engum lá velferð þeirra meir á lijarta, og starfaði hún í þeirri nefnd í nokkur ár af mikl- um dugnaði, og gat sér hinn hezta orðstir. Það sem einkendi Annie liesant mest á þessum árum, insti kjarninn í eðli hennar, var brennandi mannkœrleikur og fórnfýsi, sem ætíð fara saman hjá þroskuðum sáhun. Fórnfýsin var hrein og bein ástriða bjá henni, hún var allekin af brennandi þrá eftir að fórna sér fyrir aðra og fyrir það, sem hún taldi sér æðra og meira, fyrir hugsjón- ina, fyrir sannleikann. En hvað er sannleikur? Hann er ekki ávalt auðfundinn, en hver sá maður, sem alvöru er gæddur og æðri hvöt, linnir ekki látum fyr en hann íinnur sannleikann. Sannleiksleitin verður að ástríðu, og þá fyrst cr friðnum náð er sannleikurinn er fundinn. Svo var það með Annie Besant. Undir niðri fullnægði efnishyggjan henni ekki, og þessi tilfmning gróf meir og meir um sig hjá henni. Nýjar rannsóknir leiddu það i Ijós, að ýmsar gátur voru enn óráðnar, og hún þóttist sjá fram á, að þær ijrðu ekki ráðnar til fullnustu af efnishyggjunni. Hún sökli sér niður í eðlisfræði og efnafræði og tók fullnaðarpróf í þeim greinum. En það stoðaði ekki, þrá hennar var ekki fullnægt. Kvöld eitt um sólarlag vorið 1889 sat hún ein heima hjá sér í lfi

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.