Heimir - 01.11.1908, Síða 6

Heimir - 01.11.1908, Síða 6
102 H E I M I R guSs i hinui tilkomandi gyðinglega Messíasar ríki. En skoöan- ir þessar urðu brátt undir. Trútlokkur postulanna, áöur en fyrsta öldin var liðin, var skoðaður kristinn vantrúarflokkur og nefnist þá ýmist „Ebíonítar" eða „Elkesaítar," eftir því hve mikla áherzlu þeir lögðu á lögmálið, og er þeim þá fundið til saka af hinum fjölmennari trúflokki, er útbreiöst haföi utan G/ðingalands og nefndust Kristnir, að þeir höfnuöu átrúnaði á Jesú og segðu hann vera son Jóseps og Maríu. En kristnin, er nefndi sig. og fylgdi fremur stefnu Páls eri hinna, for brátt að deila sín á milli, út af persónu Jesú, upp- runa heimsins og þess illa og góða. Kenning Páls, um „veru Krists hjáföðurnum, áður en hann tók á sig þjóns mynd" var nú allavega útskýrð, með tilhjálp heimspekinnar grísku, og þær ýinsu útskýringar ýinsra flokka, voru allar eir.u nafni nefndar „Gnostíkisin" eða „Vísdórnur", eins og N. T. útleggur það. A annari öldinni útbreiddust Gnostikakenningarnar um alla kristn- ina og engin kyrkja í stærri borguin Rómverska ríkisins var til, er ekki um einn eða annan tíma hélt við þær skoðanir. Ekki leið á löngu, áður en allar þær kenningar urðu skoðaöar hin mesti villutrúarlærdómur, og fór ’svo að lyktum, að Gnostisku hreyfingunum var á allar hliðar mótmælt, en þó urðu fjölda margar þær kenningar að fasta kenningum k.yikjunnar um það að sú deila var um garð. Og má sérstaklega tilnefna þær skoð- anir: A5 líkami mannsins væri ill tilvera, er bæri aö pynta og þjá á allar lundir, svo sálin nyti sín; Kenninguna uin heimana mörgu, og er sumra meining, aö 14. kap. Jóh. sé í þá átt utn vistarverurnar; Um hið algjöra réttlæti guös og óbeit hans á þessum heimi, svo að milli hans og manna þyrfti ótal milligang- ara; Um heirninn, sem rejmslu og táradal, auk fleira; Og svo um tvíeðli Jesú, guðlegt og mannlegt, er sumir sögðu að hefði sameinast við fæðinguna, aðrir viö skírnina. Það eftirtektar- verðasta við marga þessa gnostik flokka er hvað lítiö þeir leggja upp úr Gamla Testamentinu, sem þeim æðsta vísdóm. Jafn- vel guð G. T., hjá sumum þeirra, eins og Valentínus frá Alex- andría, er sagður vera guð þess illa. Um sama leyti og Gnostíkarnir, komu aörir tveir ilokkar við

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.