Heimir - 01.12.1909, Blaðsíða 6

Heimir - 01.12.1909, Blaðsíða 6
78 HEIMIR helstu niöurstööurnar, sem hann kemst a5 í • ‘Gagnrýni hinnar hreinu skynsemi.” Reynzlan er uppspretta þekkingarinnar. Skynsemin notar þessa uppsprettu. Á sínu lægsta stigi í skynjuninni tekur hún viö óunnu efni í áhrifum hinnar ytri tilveru á skilningarvitin. Þetta efni steypir hún síöan í sínu eigin móti, sem er rúm og tími. Þannig tilbúiö kemur þaö til þess hluta skynseminnar, sem dæmir og ályktar. þaö er nú orðiö að hugmyndum, það er að segja, við skynjunina hefir skilningi veriö bætt. Ályktanir dómgreindarinnar fara allar fram eftir vissum lögum, sem vaida því að þær skiftast í vissa flokka, Hugmyndaflokkarnir eru mót, sem skynsemin lætur þekkinguna en á ný ganga í gegnum. Þegar því er lokið er helmingur þekkingarinnar frá skynseminni sjálfri. en hinn helmingurinn utan að komandi. Báðir þessir helmingar eru jafn nauðsynlegir, hvorugur getur verið til án hins. En þekkíngin, sem þannig er fengin og sem er hin eina rétta þekking nær ekki lengra en skynsemin sjálf nær; hún hefir ekkert inni að halda sem liggur fyrir utan takmörk skynsem- innar, þess vegna getur maðurinn ekki vitað neitt um það sem skynsemi hans eðli sínu samkvæmt, ekki getur lagt undir sinn dóm, eða ekki verður gert að ályktunum hennar. Starf hinnar hreinu skynsemi endar með þremur alsherjar hugmyndum, sem fela í sér alla hugsun og að síðustu alt, frá sjónarmiði heildar- innar, alheimsins skoðað. þessar hugmyndir eru það hæsta, sem skynsemin getur framleitt; hún getur eigi án þeirra verið, en það er engin sönnun fyrir að nokkur virkileiki sé til fyrir utan hana sjálfa. Kant endar “Gagnrýni hinnar hreinu skynsemi ” án þess aö komast eða vilja ko.nast að nokkurri ákveðinni niðurstöðu um það sem hafði verið spurning allra heimspekinga á undan honutn, nefnilega: hvað tilveran sé í insta eöli sínu og hvernig hún sé til orðin. Hin eina spurning, sem hann spyr er : hvernig hugsum vér og þekkjum vér? Og þessari spurnitigu svarar hann öðru vísi en allir höfðu gert á undan honum síðan á dögum Sókratesar, og byrjar með því nýtt títnabil í sögu heimspek- tnnar.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.