Heimir - 01.12.1909, Blaðsíða 9

Heimir - 01.12.1909, Blaðsíða 9
HEIMIR 81 sem hefir lífsreglurnar aöeins í löggefandi mynd fyrir lög er frjáls vilji. Þetta virðist fijótt á litiö vera mótsögn. En Kant meinar að viljinn sé þá frjáls er alt er hann framkvæmir er í algerðu samræmi við skynsemina, vegna þess að aðeins þá er viljinn ekki undir yfirráðum neinna hvata eða tilhneiginga. Lög skynseminnar eru frelsi hversu bindandi sem þau eru. Að fylgja siðferðislögum þeim, sem skynsemin setur er skylda, en það er skylda, sem er alt annars eðlis en skyldur þær, sein stafa af utanað komandi valdboði. Þetta er sjálf- stjórn (Autonomie) viljans, og hún er gagnstæð stjórn tilhneig- inganna, sem er ekki hin rétta stjórn (Heteronomie), Stjórn tilhneiginganna leiðir til óvissu í því hvað rétt sé og hvað rangt, en stjórn viljans þvert á móti til vissu, sem hver maður getur þekt og sannfærst um. Þess vegna er auðvelt að fvlgja vald- boði viljans en erfitt að fylgja valdboði tilhneiginganna. Lög skynseminnar eru ákveðin skipun (kategorischer Imperativ) en samt er hlýðni við þau frelsi, vegna þess að alt annað er ófrelsi; og sá sem þeim fylgir lifir samkvæint manneðli sínu. Þau eru öllum kunnug, því að í hverju tilfelli er hægt að finna þau með einfaldri piófum lífsreglanna og siðferðis hugsjónanna. Meðvitundin um gott og ílt getur ekki verið til í huga mannsins á undan siðferðislögmálinu. Gott og ílt verður aö skoðast frá sjónarmiði skynseminnar einnar saman, og má því ekki blandast saman viö sælu og vansælu, sein eiga rætur sínar að rekja til tilfinninganna. Markmið siðalögmálsins á að vera hin hæstu gæði, og hin hæstu gæði eru innifalin f hinum góða vilja. Að vilja vel er þessvegna hin mesta siðferðis fullkomn- un, sem nokkur maður getur náð. Ekkert í heiminum er gott nema góöur vilji, segir Kant. Hinn góði vilji verður að dygð hjá þeim manni, sem altaf vill vel, og það er ekkert hærra til en þessi dygð. Sælan á ávalt að miðast við dygöina, hún iná aldrci vera efsta markmið mannsins, en hún er nauðsynlega ein af hvötum þeim, sem ráða gerðum hans. A meðan að sælan er skynseminni undirgefin, og hinn góði vilji er hæsta markmið er siöferðinu engin hætta búin, hætta gfetur fyrst átt sér stað jiegar

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.