Heimir - 01.12.1909, Blaðsíða 11

Heimir - 01.12.1909, Blaðsíða 11
HEIMIR §3 sálarinnar er nauösynlegur vegna þess, aö í þessu lífi getur maöurinn ekki náö fullkoinnun þeirri, sem hann samkvæmt siöferðislögmálinu á aö ná; og trúin á guð er óhjákvæmileg afleiöing af viöurkenningu siöalögmálsins. Allar nauösynlegar ályktanir hinnar nytsömu skynsemi eru þess vegna sannaðar, en þó ekki á sama hátt og ályktanir hinnar hreinu skynsemi/ Hvor um sig hefir sitt ákveðna starfsvið, og á milli þeirra á engin mótsögn sér staö, þó niöurstööurnar, sem báöar komast aö séu ekki hinar söinu. Þegar meta skal gildi Ivants sem heiinspekings veröur fyrst og fremst að gæta þess aö hann er höfundur nýrrar aðferðar. Fyrir hans daga var hin dogmatíska aöferö ráöandi í heimspek- inni. Hann sýndi fram á aö þessi aðferð leiddi aldrei til neins sannleika. sem gæti staöist vísindalega gagnrýni. Til aö finna sannleik, sem þolir rannsókn er nauösynlegt að rannsaka fyrst af öllu þekkingarmöguleika mannsins. Hann lýsir mannlegri skynsemi og starfsviöi hennar. Þekkinguna takmarkar hann viö starfsviö skynseminnar; um þaö sem er þar fyrir utan vitum vér ekki neitt; hugmyndirnar, sem vér gerum oss um þaö eru trú en ekki þekking. Þetta var gagnstætt hinni eldri heimspeki, sem mældi sannleiksgildi hugmyndanna á aöra mælikvarðá, mælikvaröa, sem oft á tíöum lágu engu nær mannlegri skynsemi en þaö, sem þeir áttu aö sýna aö væri sannleikur. Þá skoöun Kants, aö heimurinn, einsog hann er sé heimur sá, sem skynsemin býr til er erfitt aö hrekja. Þaö er, einsog hann benti á, mesta fjarstæöa að ímynda sér að allir þessir hlutir, sem vér skynjum séu í sjálfu sér þaö sem þeir eru í skyn- juninni. Ljós og hljóð verða fyrst til í auga mannsins. Heim- urinn, sein vér lifum í og þekkjum er að hálfu leyti gjöröur af þeim eiginleikum, sem aöeins eru til í sálarlífi voru og skynsemi, þekkingin er takmörkuö þrátt fyrir öll vor vísindi. Þaö er alstaöar hægt að komast út fyrir hana, og fj'rir utan hana er þetta eitthvaö, sein enginn veit hvaö er. Aö staöhæfa nokkuö um það er þýöingarlaust, því allar slíkar staöhæfingar eru ó- sannanleg^ar, en aö hafa skoöanir því viövíkjandi er ekki þýöing- arlaust, Tilgangur Kants var aö sýna fram á takmörk skynsem-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.