Heimir - 01.12.1909, Blaðsíða 12

Heimir - 01.12.1909, Blaðsíða 12
S4 HEIMIR innar og þekkingarinnar. Hann varö nauös'ynlega aö efast um margt, sein inenn höföu áöur áli’tiö óskeikult, og hann lætur rnörguin spurningum ósvaraö. Ef vér hugsum um sömu efni og hann veröum vér nauösynlega að gera hiö sama; vér veröum aö eíast og vér meguin ekki búast viö aö skynsemin leysi úr öllu meö óyggjandi vissu. En þó Kant hafi pétt fyrir sér í því aö uppspretta allrar þekkingar sé í skynseminni sjálfri og innan hennar starfsviös er samt ekki hægt aö aöhyllast allar skoðanir hans skynseminni viövíkjandi. Iiann lætur hana vera útbúna meö of mörgum eiginleikum, sem efalaust stafar af því aö rökfræöin stóö honuni miklu nær en hin vísindalega sálarfræöi. I raun og veru er mjög erfitt aö gera sér grein fyrir aö nokkur ákveöinn eiginleiki geti veriö til í skynseminni áöur en hún hefir fengiö nokkurt efni utan aö, vegna þess aö þetta utan aö fengna efni myndar tilveru skilyröi eiginleikanna. Tími og rúm eru áreiðanlega ekki til utan skynseminnar, en þau geta heldur ekki veriö til í henni fyr en aö hún hefir meðvitund um eitthvað sem er í tíma eöa rúmi. Það veröa þau þó aö vera séu skoðanir Kants réttar. Rúmiö samanstendur af rúmum, srríáum og stórum, sem veröa til viö þaö aö skynsemin skynjar stærö hlutanna; vér þekkjum ekki neitt annaö rúm. Alveg hiö sama má segja um tímann. Þaö er þess vegna ekki hægt aö fallast á alt sem Kant segir í “Gagnrýni hinnar hreinu skynsemi”, en á aðal atriöiö, nefnilega það, aö allar sannreyndir séu bæöi innan að og utan að, aö vér vitum ekkert annaö um heiminn en þaö sem skynsemi vor sam- kvæmt sínum eigin lögum getur sagt oss um hann; og aö skyn- sernin ekki einungis taki á móti áhrifum, heldur einnig skapi hinn virkilega heim aö nokkru leyti, Því hefir oft veriö haldið fram aö Kant haldi fram skoðunum í “Gagnrýni hinnar nytsömu skynsemi,” sem ekki sgu í sam- ræmi viö sumar hinar fyrri skoöanir hans. En þess ber aö gæta aö Kant er hér aö tala um aðra hliö hins andlega lífs, viljann, en ekki skynsemina. Og hann heldur franr aö í mannlífinu eigi viljinn altaf aö sitja í fyrirrúmi fyrir hinni hreinu skynsemi. Þess vegna er jafnvel ekki nauösynlegt aö skoðanirnar séu í

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.