Heimir - 01.04.1910, Blaðsíða 8

Heimir - 01.04.1910, Blaðsíða 8
176 HEIMIR skóli lagði áherzlu á aö Kristur hefði haft einn A’ilja og einn til- gang með guði. Um þessi atriði var deilt afar lengi, og inörg kyrkjuþing haldin í því skyni að útkljá þau. Loks seint á sjö- undu öld lauk deilunum,og kenningin um tvöfalda náttúru Krists, mannlega og guðdómlega var viðtekin. Upp úr skoöunum Aþanasíusar og hans fylgjenda varð til þrenningar-rétttrúnaður sá, sem síðan gilti í kyrkjunni. Þeir sem mestan þátt áttu í að útbreiða hann voru : Basel biskup frá Caesareu, Gregoríus biskup frá Nyssa og Gregoríus frá Naz- íanzen, sem allir voru uppi um miðja og á síöari hluta fjórðu aldar. Þeir sögðu að faðirinn, sonurinn og andiíin heföu, hver um sig, sérstakan guðdóm. Einkenni föðursins er að vera ó- getinn, sonarins að vera getinn og andans aö ganga út af hinu sameiginlega efni allra þriggja. Þannig varð þrenningarkenning kyrkjunnar til smám saman og eftir langar og harðar deilur. Hún á ekkert skylt við hinn upprunalega kristindóm, en er bein afleiðing af áhrifum þeitn, sem guðfræðingar kyrkjunnar urðu fyrir á annari og þriðju öld úr öðrum áttum. Saga þrenningarkenningarinnar í fornkyrk- junni hefir þýðingu fyrir skilning vorn á únítaratrúnni og upp- runa hennar síðar, vegna þess að únítarar sjálfir í baráttu sinni gegn þrenningar-rétttrúnaðinum hafa margoft notað þessar sögulegu sannreyndir máli sínu til stuðnings. En um beint samband, eins og á milli orsaka og afleiðinga, er hér naumast að ræða, eins og sýnt inun verða frain á síðar. Fra m hald G.A, MINNI (SLANDS KÆÐA EI'TIK DK. GEORGE BRANDES—I9OO Vér erum nú á seinni tíinum oft og iðulega á það mintir, að það hefði aðeins verið af hendingu eða gleymsku, að vér héldum Islandi árið 1814. Og alt það sem er íslenzkt þýíji fornnorskt en ekki forndanskt.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.