Heimir - 01.04.1910, Blaðsíða 3

Heimir - 01.04.1910, Blaðsíða 3
HEIMIR 171 lærdóm Gyöinga á þeim tímum. í öSru lagi var hann nokkuö kunnugur grískri mentun og óbeinlínis undir áhrifum grískra hugmynda; hvorttveggja þetta kemur í ljós í skoöunum hans. TrúarskoSanir Páls eftir aö hann varS kristinn eru marg- brotnar og að ýmsu leiti fremur óskýrar. Guöshugmynd hans er aöallega hin sama og hún var alment hjá Gyöingum. En samkvæmt hans skoöun er Jesús ekki hinn þjóölegi Messías, sem hann var í augum lærisveina sinna; hann er vera, sem stendur mitt á milli guBs og manna, guömaöur. Þessi guS- maöur hefir altaf veriS til frá upphafi veraldar, hann er hin fyrsta og hæSsta sköpuS vera, maöurinn er skapaöur eftir honum. Þessi vera birtist í Jesú frá Nazaret, er líflátin og rís upp, til aS hverfa aftur til sinna fyiri bústaða. Meö því aS deyja hefir hann frelsaö mennina frá dauöa, sem var hlutskifti þeirra, vegna þess, aö þeir ekki gátu lifaS samkvæmt lögmálinu. Eins og hann reis upp eiga þeir einnig aS rísa upp og veröa aS verum líkum honum. Trú, þaS er traust á aS hinn dáni og upprisni Jesús hafi afrekaS þetta, er þaS sem gerir manninum mögulegt aS verSa sama eSlis og hann. Þannig í fáum orSum er guöfræSi Páls. ÞaS er anSsætt aS Kristur hans er allt annaS en maSurinn Jesús frá Nazaret, sem vér lesum um í samstæSu guöspjöllunum. En hvert á Krists- hugmynd hans rætur sínar aS rekja ? Til grísku heimspekinnar. Plato hafSi kent aS hver hlutur í hinum efnislega heimi ætti sína fyrirmynd í öörum ósk\'njanlegum heimi. Þessar fyrir- myndir áleit hann aS væru sí varanlegar og aS hinn skynjanlegi heimur væri gerSur eftir þeim. Fyrirmyndirnar eru andlegs eSlis, þær eru hugmyndir, og efnið, sem er hiS lægsta í tilver- unni, er þeim andstætt. Kristur Páls er í raun og veru platónsk mann-hugmynd. Hann er annars eSlis en hinn líkamlegi maSur, en í hinum líkamlega manni er hinn innri eSa andlegi maSur, sem er sama eSlis og hann. Hinn innri og hinn ytri maSur, andinn og holdiS eru hvort ööru andstætt, og fullkomnunin, sem menn eiga aö keppa eftir, er eyðilegging alls þess sem er eöli hins ytra manns. I þsssum sko5unu:n Páls er hægt aö finna grundvöll þann,

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.