Heimir - 01.04.1910, Blaðsíða 7

Heimir - 01.04.1910, Blaðsíða 7
HEIMIR 175 frægur fyrir kyrkjusögu sína. Aþanasíusar flokkurinn vann sigur á þingiriu og trúarjátning, sem þeir héldu fram var sam- þykt af öllum nema Aríusi og tveimur öörum biskupum, sem voru umsvifalaust reknir úr kyrkjunni. Deilunni var samt ekki lokiÖ, því margir af þeim, er höföu samþykt trúarjátninguna, snérust aftur til skoSana Aríusar. Hann var kallaSur til baka eftir nokkurn tíma úr útlegS sinni og Aþanasíus rekinn í burt í hans staS. En þá andaöist hann snögglega og komst þá Aþanasíusar flokk'urinn aftur til valda. Þaö'sém á milli bar í deilu þessari var hvort Kristur væri guS eSa ekki. Aþanasíus og hans fylgjendur héldu fast fram aS Kristur væri guö og aS hann hefSi ekki veriö getinn, heldur hefSi altaf veriö til. Hann vildi fá þa skoSun viötekna aS guS sjálfur hefSi komiS í heiminn. Aríus aftur á móti vildi vernda eingySistrúna. Þess vegna hélt hann fram, aS Kristur væri annars eSlis en guS. Hann var getinn, var ekki skapaSar al- góSur, heldur varS þaS af frjálsum vilja, Þess vegna hafSi guS hafiS hann upp og gert hann hluttakandi í stjórn heirnsins. Aríus neitaSi ekki guSdómi Krists, en hann hugsaSi sér hann sem mannlega tilveru, er meS fullkomnun sinni hefSi orSiS guödómleg. Eftirmenn Konstantínusar keisara voru ýmist fylgjendur Aþ- anasíusar eSa Aríusar og veitt flokkunum ýmist betur eSa ver eftir þaS. SkoSanir Aríusar náöu mikilli útbreiSslu á meSal þjóðanna, sem voru aS snúast til kristinnar trúar á Halkanskaganum og þar sem nú er Þýzkaland og Frakkland. En þegar Þeódósíus mikli komst til valda 383 var fylgjendum Aríusar meö lögum bannaS aS halda kyrkjueignum og á margan annan hátt voru þeir of- sóttir, og varS þaS til þess að þeir smá hurfu úr sögunni í austurhluta ríkisins. Um þaS leyti sem þessi deila var í rénun byrjuSu aSrar um þaö hvort Kristur heföi bæíh haft mannlegt eoli og guSlegt eöli eSa aöeins eitt. I Alexandríu skólanum var því haldiö fram, aS hiS guSlega og mannlega eSli Krists hefSu blandast svo saman aS úr þeim varö aSeins eitt. I Antíokkíu var annar skóli, sem var undir áhrifum Páls frá Samosata, sem áöur er getiS. Þessi

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.