Heimir - 01.04.1910, Blaðsíða 20

Heimir - 01.04.1910, Blaðsíða 20
188 HEIMIR sinn vorum við aö tala um íslenzkan skáldskap, og birti hann óspart dóma sína um skáldin. Þar kom ræöunni að eg benti honum á kvæðí eftir eitt hið bezta íslenzkt skáld er nú er uppi, sárbeitt ádeilu kvæÖi. Nei, þaö hafði hann aldrei heyrt, og hefir það þó verið tvíprentað, ef ekki oftar. Hann bað mig að hafa það yfir, ef eg kynni. Jú, eg sagöist skildi gjöra það. Og svo las eg 2-3 erindi. "Ljómandi," "ágætt"! sagði hann, en með róm sem líktist því hann væri að dylja geispa. Rétt í því komu tvö börn og settust á bekkinn. Þau höfðu "leist" frá Eaton er þau höfðu keypt, og fóru að skoða gersem- arnar er í honum voru. Eg hélt áfram lestrinum. Allt í einu hrökk kunningi minn við, sneri sér frá mcr og hrópaði: "Æ hvað er þetta" ? Mér varð litiðvið. Annað barnið dró upp úr sokknum gorkúlu, náttúrlega úr pjátri, og á fótum eins og borð, og á gorkúlunni sat skítafluga, sem mátti færa til eins og hún skriðí eftir gorkúlunni. Var það gert með hreyfistöng. Kunn- ungi minn varð niður sokkinn í að skoða þetta, og heyrði ei þó eg talaði til hans. Ég hætti því aö þylja kvæðið og gekk burt. Hann tók ei eftir því, svo var hann hugfanginn af skítaflugunni á gorkúlunni. Eg er svo ungur í þessu landi. Aðeins tvö ár síðan eg kom hingað. Mig langar því að spyrja þig, sem hefir reynzluna hér, er mikið af svona fólki hér; sem hefur svona fegurðar til- finning, og er svona hugsandi ? Anonyuiits SAGAN AF MUHAMMAD DIN EFTIR RUDYARD KIPLING Tréknötturinn var gamall, hrufóttur, flísaður og barinn. Hann 1á á arinhillunni innanum pípuleggina, sem Imam Din var að hreinsa fyrir mig. "Will sá himinborni ekki missa þennan knött?'' sagði Imam Din með lotningu.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.