Heimir - 01.04.1910, Blaðsíða 22

Heimir - 01.04.1910, Blaðsíða 22
ígo HEIMIR mína; og óhljóðin urSu aS stunum. Hann færSi sig nær dyrun- um. "Nafn hans" sagði Imatn Din—eins og að nafnið væri hluti af afbrotinu—"erMuhammad Din, og hann er budinash" Muhammad Din, sem var nú laus úr allri hættu, snéri sér við í örmum föður síns og sagði alvarlega: "það er satt aö ég heiti Muhammad Din, tahib, en. ég er ekki buduiash—ég er maöur." Frá þessum degi byrjaði kunningskapur minn við Muham- mad Din. Hann kom aldrei framar inn í borðstofuna mína; en í garðinum heilsuðumst við með mikilli viðhöfn, þó samtalið væri takmarkað við: "Talaam talib," á hans hlið, og "Salaam Muhammad Din," á mína. Á hverjum degi, þegar ég kom af skrifstofunni, kom litla hvíta skyrtan of þriflegi búkurinn á Muhammad Din út úr skugga laufþaktrar girðingar, þar sem hann hafði verið falinn; og á hverjum degi stöðvaSi ég hestinn þar, til að kveðjunni skyldi ekki vera kastað í hugsunarleysi. Muhammad Din hafði aldrei neina leikbræður. Hann hljóp fram og aftur um garðinn, innan um runnana, í óskiljan- legum erindagjörðum. Einn dag rakst ég á eittaf handaverkum hans niðri í garðinum. Hann hafði grafið knöttinn til hálfs í moldina og stungið sex visnum laufblöðum hringin í kringum. Fyrir utan hringinn var ferhyrningur úr múrsteina brotum og glerjum á víxl; utan um alt var ofurlítill moldárveggur. Vatns- berinn, sem stóS viS brunninn tók málstað litla byggingameist- arans, sagði, aS þetta væri aSeins barnalaikur og skemdi ekki garðinn. Hamingjan veit.aS ég hafSi ekki í huga aS snerta verk barn- sins þá eöa síðar; en um kvöldiS þegar ég var aS ganga um garðinn, gekk ég óvart yfir það. Áður en ég vissi af, hafði ég troðið moldarveggínn, laufin og glerbrotin niSur og eyðilagt alt saman. Næsta morgun fann ég Muhammad Din grátandi yfir skaðanum, sem ég hafði gert. Einhver hafði sagt honum að sahib-'mn væri mjög reiSur við hann, fyrir að skemma garSinn, og hefSi fleygt ruslinu hans í burtu og brúkað ill orS á meðan. Muhammad Din reyndi aS eyða öllum ummerkjum, og hann var hnugginn og skömmustulegur á svipinn er hann sagSi: "Ta/aaui tahib," þegar ég kom heim af skrifstofunni. Fljót rannsókn í

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.