Heimir - 01.04.1910, Blaðsíða 16

Heimir - 01.04.1910, Blaðsíða 16
i&4 HEIMIR var mónísmi Parmenídesar næsta ólíkur mónísma nútímans. Samkværnt honum er öll breyting sjónhverfing. Þessi kenning mætti megnri mótspyrnu frá Heraklítos og hans fylgjénóTurri* Nútíöar mónísminn byrjar með Spinoza. Aöal kenningin í heim- speki hans er, aö til sé ein ótakmörkuð undirstaða allra hluta, sem alheiminn mynda, sem ekki er skynjuð. Þessi undirstaða eða kjarni hlutanna hefir tvo fyrstu eiginleika, sem hann neínir stærð og hugsun. Eiginleikar þessir birtast í óteljandi háttumi Kenningar Spinoza eru frutnspekilegar, og skoöaðar frá sjónar- miði reynzluþekkingar byggjast þær á hugmyndum, sem liggja fyrir utan allar vísindalegar sannanir. Síðan breytiþróunar- kenningin og hinar undraverðu framfarir í þekkingu manna á hinni lífrænu náttúru ruddu sér til rúms, hafa hugsunaraðferðir- nar, breyzt rnjög í heimspekinni. I stað þess að byija á frum- kenningu um eðli heildarinnar og enda á hinu sérstaka. er nú vanalega byrjað með reynzluþekkingu á hinunr sérstöku myndum sálarlífs og efnis, og út frá henni reynt að komast að samteng- jandi skoðim á heildinni. Heimspekisskoðanir verða eðlilega altaf að ná lengra en reynzluþekkingin; í þeim er altaf tilgátur að finna, sem ekki veröa sannaðar vísindalega. Þesskonar til- gátur er að finna f mónísmanum, hann er ekki heimspeki, sem er takmörkuð við raungæfa þekkingu eingöngu, að hinum efnis- hyggjulegasta mónísma rnáske undanteknum. Það er þetta sem aðskilur mónísmann og óvissuhyggjuna (agnosticism) sem setur sitt "óþekkjanlega" þar sem vísindin ná ekki lengra. Hugsjá- legur mónísmi þarf jafnvel ekki að byrja með raungæfri þekk- ingu, nema aö svo miklu leyti sem nauðsynlegt er vegna sam- ræmis við rannsóknarandann, sem nú er alstaðar ráöarrdi. Síðarr Spinoza var uppi hafa margir mestu heimspekingar verið mónistar. Heimspeki sú, sem byrjaði með þjóðverjanum Hegel fyrir hérumbil ioo árum, og sem á ennþá marga fylgjend- ur, er strangt til tekiö mónismi, vegna þess að aðalkenning hennar um takmarkaleysi, samræmi og fullkonnrun tilverunnar *Horaklítoa lrölt [^oirri skoðrin frarrr að allir hlutii- vutu stfelt að breýtast. Hann líkti tilVerunní við Btreyrnandi vatn.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.