Heimir - 01.04.1910, Blaðsíða 17

Heimir - 01.04.1910, Blaðsíða 17
HEIMIR 185 felur í sér einingu hennar. Þó er það fyrst á síðari hluta síöustu aldar að mónísminn verður aö heimspekisstefnu. Aöal-markmið mónísmans er aö finna einingu í tilverunni. Og flestir, sem nú nefna sig mónista leitast viö aö finna tilveru- eininguna meö rannsóknaraöferöinni, nefnilega a'ö byggja á- lyktanirnar á sannreyndum. Samkvæmt eftirtekt hinnar almennu skynsemi er tilveran óendanlega skift. En þó er engin skifting eins gagngerö frá sjónarmiöi hinnar almennu skynsemi og skiftingin á milli sálar og líkama. Margskonar kenningar um alheimstvenningu (dualisinus) hafa veriö bygðar á henr.i. Món- istarnir sýna fram á, meS aSstoS sálarfræðinnar, aö skiftingin á milli sálar og líkama sé alls ekki eins gagngerö og hin almenna skynsemi ályktar. Sambandið, sem er þar á milli, er meö öllu óskiljanle^t, ef um tvent meö algerlega ólíku eöli er aÖ ræða. Alt það sem fram fer í sálarlífinu er samfara hreyfingum og sveiflum í heilanum og taugakeriinu, og, aö því er virðist, undir þeim komiö. Ef sálin er eitthvaö annaö en líkaminn, þá getur hún ekki veriö sömu lögum háö og hann. Ennfremur sannar kraftaviðhaldslögmálið, sem nú er viðtekiS í vísindunum, aö hver líkamleg hreyling veröur aö orsakást af líkamlegum krafti. Þaö gerir yfirráö ailra krafta, sem eru annars eölis, yfir nokkrum hluta hinnar líkamlegu starfsemi, alveg ómöguleg. Á samia hátt yrði alt þaö sem fram fer í sálarlífinu að hafa orsök af sinni eigin tegund, ef það væii annars eðlis en starfsemi heil- ans og taugakerfisins. Eina útskýringin, sem er í samræmi viö sannreyndir sálarfræöinnar, er aö sál og líkami sé tvö mismun- andi útlit sama virkileikans; eða eins og danski heimspekingur- inn, prófessor Harald Höffding kemst einhverstaöar að oröi : "þau eru það sama sagt á tveimur málum." Þannig reyna mónistarnir að brúa djúpið, scm viröist vera á milli hins sálar- lega og hins líkamlega. Skiftingin á sér stað aðeins í skynjun vorri; ef vér gætum séö dýpra en hún leyfir, þá mundum vér komast að raun um, að undir niðri er einingu að finna. Eðlisfræðingarnir og efnafræðingarnir fást viö útskýringu kraftarins og efnisins. I báöum þessum fræðigreinum er leit- ast við aö finna í hinni óendanlegu sundurgreiningu nokkur

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.