Heimir - 01.04.1910, Blaðsíða 19

Heimir - 01.04.1910, Blaðsíða 19
HEIMIR 187 alheimuiinn veröi aö skoðast sem ein sjálfsköpuö heild, sem á einhvern hátt innibindur í sér allar orsakir og afleiðingar. A milli hinnar lífrænu og ólífrænu náttúru er djúp, sem ýmsir hafa ætlaö aö skifti tilverunni í tvent. Ef mónísminn er réttur, þá verða þessir tveir hlutar að verasameinaðir á einhvern hátt. Lffiö veröur aö vera til í hinni ólífrænu náttúru líka, á einhverju örlágu stigi. Vitaskuld er hér aðeins um tilgátur að ræöa, en tilgátur eru ekki aöeins leyfilegar heldur óhjákvæmi- legar. Eins og bent hefir verið á, er mónísminn ekki ein sérstök heimsskoðun. Mónístarnir sjálfir geta gert, og gera sér afar ólíka grein fyrir tilverunni. I raun og veru eru allir mónistar, sem enda hugleiöingar sínar um alheiminn með þeirri tilgátu, aö hann sé cining, skiftingín og margbreytnin sé mannlegri skynjun samfara en ekki samgróin eöli tilverunnar frá rótum. Mónísminn, eins og hann er aö finna hjá nútíöar heim- spekingum er vanalega, af þeirri tegund, sein nefnd er samrunn- inn (concrete) mónísmi. Samkvæmt honum er efni, sál, kraftur og hvaö annað jafn virkilegt, ogrennur a.ð síðustu saman íheild, sem í sjálfu sér er óþekkjanleg. Vísindamenn, líkt og þjóðverjinn Haeckel, leggja oft mesta áherzluna á hiö efnislega, aftur á móti eru aörir til, sem draga aörar hliöar, sál eöa kraft meira fram. Samt sem áöur getur nafniri tilheyrt öllum, sem trúa á eitt eöli alheimsins. G. Á. SPURNING Eg var staddur hérna um daginn út í Central Park meö einum góökunningja mínum. Þessi kunningi minn er sítalandi um pólitik, skáldskap og félagsfræöi. Hann hefir besta traust á sjálfum sér og dómar hans eru kveönir upp meö jafn mikilli vissu um aöþeirséu réttir, eins og hann væri George Brandes.eöa einhver hans líki. Hann er í áliti í "flokknum" og hefir komist svo hátt aö gegna allmikilsverðu starfi fj'rir stjórnina. I þetta

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.