Heimir - 01.04.1910, Blaðsíða 18

Heimir - 01.04.1910, Blaðsíða 18
186 H E I M I R meginöfl og frumefni. Efnafræoinni hefir tekist aö finna, aö milli /O og 1S0 frumefni mynda það sem ennþá er þekt af hinum efnislega heimi. Þaö virðist ekki ómögulegt, og er ætlun sumra efnafræðinga, að takast muni, aö fækka frumefnunum, meö því að sanna, aö sum af þeim, sem nú eru þekt, sé sam- setningar. Þaö er jafnvel ekki óhugsandi aö einhvern tíma sannist að alt efni sé aöeins eitt frumefni í mismunandi mynd- um. Vér sjáum óteljandi krafta í náttúrinni, en vísindin kenna, að margt af þeim kröftum, sem viröast algerlega ólíkir eru í raun og veru náskildir og orsaká hver annan. Alt h'f á jörðinni á sólarljósinu tilveru sína að þakka, og þaö berst frá sólunni ti) jarðarinnar meö ljósvakasveiflum. Ljósvakasveiflur- nar og titringur ódeilanna, sem enginn getur séð, eru nauðsyn- leg skilyrði fyrir öllum náttúruöflum. Er ekki hugsanlegt að einhvern tíma í framtíöinni sannist, aö öll hreyfing í heiminum stafi af einni og sömu orsök. ? Þetta tvent, hreyfing og efni, getur ekki veriö til hvert án annars. Efni, sem engin hreyfing væri í, væri alt annað en efni er, eins og vér þekkjum þaö. Og hreyfingin gæti ekki verið til án efnis, vegna þess að hún þarf eitthvaö til að berast eftir. Tómt rúm er þessvegna hvergi til. Efni og kraftur eru alstaðar til í heiminum ; það er áreiðanlegt, aö þar sem stöðug gagnverkun efnis og kraftar væri ekki fyrir hendi, þar gæti engin hfræn náttúra verið til. Hin almenna skynsemi gerir sér grein fyrir heiminum sem afleiðingu orsakar, er sé honum fráskilin. Náttúrulögmálið ' virðist benda á tilgang, og það sannar tilveru skynsemi og máttar utan við heiminn sem stjórnar þessu náttúrulögmáli. Þessi útskýring er í raun og veru ekkert nema samlíking. Mannleg starfsemi er gerð að mælikvarða, sem alheimurinn er mældur á. Alheimurinn getur verið bæöi orsök og afieiðing í einu. Að segja að hann hljóti aö hafa orsök er engin útskýr- ing. Það rná þá gera ráð fyrir, að sú orsök hafi orsök og svo áfram ad infinitum. I stað þess halda mónistarnir fram, aö

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.