Heimir - 01.04.1910, Blaðsíða 11

Heimir - 01.04.1910, Blaðsíða 11
H E I M I R 179 væru þegar fundnar í iðrum hennar. Vér verðum í framtíðinni að starfa í enskum anda. Þá verður einnig á ný fariö að rækta skóga á Islandi. Og þá liggur Njálssaga sem viöhafnarrit á hverju dönsku borði. Engin Norræn bók verðskuldar fremur aö vera mynd- skreytt en hún ! Að myndskreyta Njálssögu ætti að vera þaö hlutverk, sem vorir ágætustu listamenn reyndu sig á, sem há- rnarki snildarinnar. Þá verða nýíslenzkar bókmentir lesnar jafnhliða og eins fúslega sem danskar og norskar bókmentir. Hvað sakar það þó þér séuð fámennir ? Auðvitað er það, að þér eruð ekki mjög fjölmennir. Það eru fieiri sauökindur en fólk á Islandi. Því er einnig svo varið hér í Danmörku, aðeins dálítið á annan hátt. Þó erum vér aö reyna að hreykja oss yfir yöur. Náttúrufariö hjá yöur hefir alt það til aö bera, sem vort tempraða land með þess tempruðu mannverur skortir: Jökul- hnúfurnar með þeim mótþróa, sem aldrei klöknar. Hverana, sem aldrei kólna. Eldfjöll, sem enn eru ekki útbrunnin. Lifi sá mótþrói, sem aldrei lætur sig ! Lifi sú ástríða sem aldrei kólnar ! Lifi það eldfja.ll, sem ennþá gýs eldi! Lifi Island ! Sigtr. Agústsson, þýddi HNlGNUN KATÓLSKU KYRKJUNNAR Eftirfylgjandi givin er útdrúttur úr ritgerð, sem birtist i einu holsta trúmálablaði Bandaríkjanna, The Christian Register, 24. Marz síðastl. Nýlega er komin út bók eftir Joseph McCabe, sem nefnist “The Decay of the Church of Rome.” Höf., sem er vel þektur fræðimaður, var alinn upp í katólsku kyrkjunni og fékk prest- lega mentun, en þegar hann komst aö raun um hversu takmörk- uð mentun sín og skoðanafrelsi var, yfirgaf hann kyrkjuna.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.