Heimir - 01.04.1910, Blaðsíða 15

Heimir - 01.04.1910, Blaðsíða 15
HEIMIR i33 MÓNJSMINN Mónísminn svo nefndi veröur yfirleitt ekki skot5a5ur sem nokkurt eitt heimspekisskoöanakerfi í þess orös rétta skilningi. Hann er skoöun á tilverunni, sem hægt er aö byggja margar mismunandi heimspekiskenningar á; og í raun og veru eru til margar heimspekiskenningar, sem eru mjög ólíkar hver annari, en sem, þrátt fyrir þaö, geta allar kallast mónísmi, vegna þess aö samkvæmt þeim öllum er tilveran í insta eöli sínu eining, sem allir hlutir eiga aö lokum rætur sínar að rekja til. Þaö má skifta mónísmanum í þrjár tegundir sarnkvæmt út- skýringum þeim á tilverunni, sem hann hefir aö bjóöa. I fyrsta lági er til hugsjálegur mónísmi. Samkvæmt honuin er hugsun eöa sál dýpsti virkileikinn í heiminum. Efniö er til aöeins sem framleiösla eöa skapnaöur hugsunarinnar. I ööru lagi er til efnislegur mónísmi. Samkvæmt honum er þaö efni, sem er hinn dýpsti virkileiki tilverunnar. Hugsun og sál eru ekki til nema sem óendanlega smáar og margbrotnar hreyfingar efnis- legra ódeila í heila og taugakerfi mannsins; og heimurinn er vél, sein hreyfist sainkvæmt ósjálfráöum innri lögum. Og í þriöja lagi er til rnónísmi, sem gerir hvorki efni né sál aö hinum dýpsta virkileika, heldur gerir ráö fyrir að vér getum alls ekki skynjað hann; hann sé eitthvað, sem efni og sál sé tvær óaöskiljanlegar hliðar á, eða aö í honum sé sál og efni svo algerlega blandað satnan, ef svo mætti að oröi komast, aö veröa í raun og veru eitt og hiö sama. Mónísminn er vanalega álitinn aö hafa byrjaö meö Spinoza*, en í raun rértri er hann miklu eldri. Hann finst í heimspeki Forn-Grikkja fyrir daga Sókratesar og Platós. Elea-heimspek- ingarnir,** sérstaklega Parmenides, voru rnónistar. Náttúrlega ^Spinona var fæddur 1632 ú Hollandi og varö frægur fyrir lioimspokiskenn- ingar sínar. *#Nafnið or dregiö af bænum Plea ú Suður-Italíu, par sem J'essir heimspek- ingar áttu keima. Parmeniaes var uppi á 6 öld f ,k.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.