Heimir - 01.04.1910, Blaðsíða 4

Heimir - 01.04.1910, Blaðsíða 4
172 HEIMIR sem rnargar af kenningum kyrkjunnar voru síðar bygSar á. En Páll var enginn þrenningartrúarmaSur. Kristur hans var ekki guS; og ekki jafn guöi. Vitaskuld var mjögauðvelt aö samrýma hann við af3ra persónu guSdómsins eftir aö þrsnningarkenningin var oröiri til. En þar á milli er eitt stig, sem ekki verSur gengiö framhjá. FjórSa-guSspjalliS, sem aö líkindum var skrifaö snemma á annari öld byrjar meS hinni svonefndu /ogos-kenmngu, þ.e. kenningunni um orðitS. Þessi kenning, er nú alment álitið, að hafi kornið frá Alexandríu Gyðingunum, sern gerðu sér alt far um að sameina grísku heimspekina og gamlatestam. Höf. fjórða-guðspjallsins heldur fram að orSiS, se;n var til frá eilífð, hafi oröiö hold í Jesú. Aftur er það platónsk hugmynd, sem hér mætir oss. Vera má að höf. byggi að nokkru leyti á skoð- unum Páls, þó hann noti orðatiltæki Fílós frá Alexandríu. En þrátt fyrir það er ordi'd ekki hið sama og Kristur Páls. Það er næstum ópersónuleg tilvera, einskonar kraftur, sem hefir gengið út fiá guði og komið í þennan heim í Jesú, til að frelsa mann- kynið frá glötun. Að trúa þessu er að frelsast, að trúa því ekki er að glatast. Þannig er kenning f jóröa-guöspjallsins og. Jóhannesar bréfanna þriggja, sem eru eftir sama höf und. Kyrkjan bygði guðfræði sína aöallega á ritum Páls og fjórða-guðspjalls höfundarins í nýja-testam. Og í kenningum beggja fann hún grundvöll fyrir þrenningarkenninguna. Frá því á dögurn postulanna þar til í byrjun þriðju aldar er saga kyrkjunnar mjög cljós. A annari öld komst skipulag á innan kyrkjunnar Og ýmsar kenningar tóku á sig ákveðna mynd. Þrenningarkenningin veröur til á þessu tímabili, þó hún lengi vel sé næsta óákveðin. Jafnframt fjórða-guðspjalls kenningunni um Krist var önnur til.sem nefnd hefir verið itpphafningarkciut- ingin. Þeir sem henni fylgdu héldu fram að Kristur hefði upp- hafiega verið mannlegs eðlis, en að guö hefði eftir dauða hans hafið hann upp og gert hann sér jafnan, vegna hans óviðjafn- anlegu verðleika. Þessi skoðun var í íullu samræmi við það sem trúað hafði verið áSur um marga mikla menn, og var eðli- lega sú skoðunin, sem fjöldinn af kristnum mönnum, er ekki

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.