Heimir - 01.04.1910, Blaðsíða 21

Heimir - 01.04.1910, Blaðsíða 21
HEIMIR . 189 Sá hiaiinborni kærði sig ekkert um hann sérstaklega ; en hvaS gat hann ætlaS aö gera meS knöttinn ? "MeS yöar háæruverðuga leyfi, ég á lítinn son. Hann hefir séS knöttinn og langar til aS leika meS hann. Eg girnist hann ekki fyrir sjálfan mig." Enginn mundi láta sér detta í hug aS bera á gamla, feita Imam Din, aS hann langaSi til aS leika sér aS knöttum. Hann bar knatt-ræfilinn út á svalirnar; og strax heyröist hvirfilbilur af kátínuskrikjum, smáir fótaskellir og d}'nkir af knettinum, sem var velt eftir flötinni. Litli sonurinn hafSi auSsjáanlega beSiS fyrir utan, til aS ná í dýrgripinn. En hvernig hafSi hann getað séö knöttinn ? Daginn eftir kom ég heim af skrifstofunni hálfri stundn fyr en vanalega. Eg varS var viS smávaxinn mann í borðstofunni. svolítinn þriflegan hnokka í hlægilega lítilli skyrtu, sem huldi hann ekki hálfan. Hann labbaSi um í stofunni, meS þumal- fingurinn í munninum, raulandi í hálfum hljóSum og virti fyrir sér myndirnar. Þetta var efalaust "litli sonurinn." Hann haföi auSvitaS fariS í óleyfi inn í stofuna; en hann var svo sokkinn ofan í uppgötvanir sínar aS hann tók ekkert eftir mér í dyrunum. Eg gekk inn í stofuna, og honum varS svo bilt viS, aS hánn nærri því fékk flog. Hann settist niöur á gólfiS meö öndina í hálsinum, glenti upp augun og munninn. Eg vissi á hverju var von og flúði. Þá kom langt og mikiS öskur, sem barst til þjónanna fyr en nokkur skipun frá mér hafði nokkurn tíma gert. Eftir tíu sekúndur var Imam Din kominn í stofuna. Næst heyrSist ákaft grátsnökt, og ég snéri til baka og fann Imam Din, er var aS gcfa litla syndaranum föS- urlegar áminningar; hann notaði mestan hluta skyrtunnar fyrir vasaklút. "Þessi drengur," sagSi Imam Din, með spekingssvip, er budmash. "Hann kemst efalaust í fangelsi fyrir framferði sitt" Áftur kom öskur frá syndaranum, og löng afsökun til mín frá lmam Din. "Segðu barninu," sagSi ég, "að sahib-inn sé ekki reiður, og farSu burtu með þaö." Imam Din færSi afbrotamanninum, sem hafði skyrtuna í einni bendu um hálsinn, fyrirgefningu

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.