Heimir - 01.04.1910, Side 16

Heimir - 01.04.1910, Side 16
184 H E I M I R var mónísmi Parmenídesar næsta ólíkur mónísma nútímans. Samkvæmt honum er öll breyting sjónhverfing. Þessi kenning mætti megnri mótspyrnu frá Heraklítos og hans fylgjendum”' Nútíöar mónísminn byrjar meö Spinoza. Aöal kenningin í heim- spcki hans er, aö til sé ein ótakmörkuö undirstaöa allra hluta, sem alheiminn mynda, sem ekki er skynjuö. Þessi undirstaöa eöa kjarni hlutanna hefir tvo fyrstu eiginleika, sem hann nefnir stærö og hugsun. Eiginleikar þessir birtast í óteljandi háttum. Kenningar Spinoza eru frumspekilegar, og skoöaðar frá sjónar- miöi reynzluþekkingar byggjast þær á hugmyndum, sem liggja fyrir utan allar vísindalegar sannanir. Sföan breytiþróunar- kenningin og hinar undraveröu framfarir í þekkingu manna á hinni lífrænu náttúru ruddu sér til rúms, hafa hugsunaraðferöir- nar, breyzt mjög í heimspekinni. I staö þess aö byija á frum- kenningu um eöli heildarinnar og enda á hinu sérstaka. er nú vanalega byrjaö með reynzluþekkingu á hinum sérstöku mj ndum sálarlífs og efnis, og út frá henni reynt aö komast aö samteng- jandi skoöun á heildinni. Ileimspekisskoöanir verða eölilega altaf aö ná lengra en reynzluþekkingin; í þeim er altaf tilgátur aö finna, sem ekki veröa sannaðar vísindalega. Þesskonar til- gátur er aö finna í mónísmanum, hann er ekki heimspeki, sem er takmörkuð viö raungæfa þekkingu eingöngu, aö hinurn efnis- hyggjulegasta mónísma ináske undanteknum. Það er þetta sem aöskilur mónísmann og óvissuhyggjuna (agnosticism) sem setur sitt “óþekkjanlega” þar sem vísindin ná ekki lengra. Hugsjá- legur mónísmi þarf jafnvel ekki aö byrja meö raungæfri þekk- ingu, nema aö svo miklu leyti sem nauösynlegt er vegna sam- ræmis viö rannsóknarandann, sem nú er alstaðar ráöandi. Síöan Spinoza var uppi hafa margir mestu heimspekingar veriö mónistar. Heiinspeki sú, sem byrjaöi meö þjóöverjanum Hegel fyrir hérumbil ioo árum, og sem á ennþá marga fylgjend- ur, er strangt til tckiö mónismi, vegna þess aö aðalkenning hennar um takmarkaleysi, samræmi og fullkomnun tilverunnar *Heniklítos hélt þeir-ri skoðun fram að allir hlutir væru sífult að breytast. Hann líkti tilverunni við streymar.di vatn.

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.