Heimir - 01.04.1910, Qupperneq 7

Heimir - 01.04.1910, Qupperneq 7
HEIMIR 175 frægur fyrir kyrkjusögu sína. Aþanasíusar flokkurinn vann sigur á þinginu og trúarjátning, sem þeir héldu fram var sam- þykt af öllum nema Aríusi og tveimur öörum biskupum, sem voru umsvifalaust reknir nr kyrkjunni. Deilunni var samt ekki lokiö, því margir af þeim, er höföu samþykt trúarjátninguna, snérust aftur til skoðana Aríusar. Hann var kallaður til baka eftir nokkurn tíma úr útlegð sinni og Aþanasíus rekinn í burt í hans staö. En þá andaðist hann snögglega og komst þá Aþanasíusar flokk'urinn aftur til valda. Það'sem á rnilli bar í deilu þessari var hvort Kristur væri guð eða ekki. Aþanasíus og hans fylgjendur héldu fast frarn að Kristur væri guð og að hann hefði ekki verið getinn, heldur hefði altaf veriö til. Hann vildi fá þá skoðun viðtekna að guö sjálfur hefði kornið í heiminn. Aríus aftur á móti vildi vernda eingyðistrúna. Þess vegna hélt hann fram, að Kristur væri annars eðlis en guð. Hann var getinn, var ekki skapaðar al- góður, heldur varö þaö af frjálsum vilja, Þess vegna hafði guð haflð hann upp og gert hann hluttakandi í stjórn heimsins. Aríus neitaði ekki guðdómi Krists, en hann lnigsaði sér liann sem mannlega tilveru, er með fullkomnun sinni heföi orðið guðdómleg. Eftirmenn Konstantínusar keisara voru ýmist fylgjendur Aþ- anasíusar eða Aríusar og veitt flokkunum ýmist betur eða ver eftir það. Skoðánir Aríusar náöu mikilli útbreiðslu á meðal þjóðanna, sem voru aö snúast til kristinnar trúar á Ealkanskaganum og þar sem nú er Þýzkaland og Frakkland. En þegar Þeódósíus mikli komst til valda 383 var fylgjendum Aríusar með lögum bannað að halda kyrkjueignum og á margan annan hátt voru þeir of- sóttir, og varð það til þess að þeir siná hurfu úr sögunni í austurhluta ríkisins. Um það leyti sem þessi deila var í rénun byrjuöu aðrar um það hvort Kristur heföi bæði haft marmlegt eðli og guðlégt eöli eða aðeins eitt. I Alexandríu skólanum var því haldiö fram, að hið guðlega og inannlega eðli Krists hefðu blandast svo sanran aö úr þeim varð aðeins eitt. I Antíokkíu var annar skóli, sem var undir áhrifum Páls frá Samosata, sem áður er getiö. Þessi

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.