Heimir - 01.02.1911, Blaðsíða 5

Heimir - 01.02.1911, Blaðsíða 5
HEIMIR 125 áöur en hann dó (hann dó 15 júlí í fyrrasumar) sagöi hann viö- víkjandi modernista hreyfingu þar: “Eg skil ekki Ameríku. Meö sitt frelsi og sína vitsmuni, ætti Ameríka aö vera í broddi fylking- ar í moderr.ista hreyfingunni, Þó hefir hreyfingin varla vakiö bergmál þar. Kyrkjan í Ameríku er sofandi; og ég get ekki hugsaö mér neitt sem mundi veröa til þess að vekja hana, nema ef einhver þarlendur maður skrifaöi bók, er hrópaöi svo hátt um umbætur, að allir sem eyru hafa yröu að heyra.” En nú er alveg nýkomin út bók eftir Bandaríkjamann, gefin út af -‘The Open Court Publishing Coinpany,” í Chicago. Bókin nefnist “Letter to His Holiness, Pope Pius X.” Höfund- urinn er nafnlaus. Hann hrópar sannarlega nógu hátt um um- bætur, þó vafasamt muni vera hvort páfinn muni heyra,—þaö er aö segja, á nokkurn praktiskan hátt. Sem sýnishorn af þessari bók tek ég hér upp nokkrar setningar úr niöurlagi fyrsta bréfsins: “Hver ég er varðar rninstu. Þaö nægir aö geta þess aö ég er Bandaríkjamaður, ineð hjartað fullt af ást til þessa lands og sögu þess; aö sem Bandaríkjamaöur get ég ekki þolaö helsi, og hlýtt aö hata hvern þann mann og hverja þá stofnum, er reynir aö leggja tálmanir fyrir hina sívaxandi og hækkandi manns sál, og þrá hennar eftir stærra frelsi og fullkomnari sannleik; að enn- fremur hefi ég hlotiö tilsögn og æfingu í rómverska fyrirkomu- laginu frá bernsku minni; að um mörg ár gat ég ekki gjört neinn greinarmun á “rómversku” og kaþólsku; en aö nú eftir mikinn lærdóm og umhugsun, þar sem ég hefi leitast viö að fylgjahinum æöstu sannindum, sem guð hefir leyft mér að sjá, hefi ég komist aö þeirri niöurstööu aö það páfavald.sem getur beitt sér á þessari tuttugustu öld til þess aö framleiða aöra eins smán eins og “Syllabus” Píusar IX og yðar eigin ofsókn gegn modernistum, sé ósamrýmanlegt sannri menning og eyöileggjandi fyrir trúar- brögð Jesú Krists.” Eg hefi nú sagt nóg til að sýna hve víötæk og vaxandi modernista hreyfingin er, og hverjar eru aðal kröfur hennar. Aöal kröfur hennar eru í stuttu máli: (1) Samvizku frelsi fyrir einstaklinginn. (2) Ransóknar frelsi fyrir fræöimanninn. (3) Samrýmingtrúarbragðanna viö nútíöar menning og nútíöar vísindi.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.