Heimir - 01.02.1911, Blaðsíða 17

Heimir - 01.02.1911, Blaðsíða 17
HEI M I R 137 FÉLAGSMÁLIN Ársfundur Únítarasafnaðarins í Winnipeg var haldinn sunnu- dagskveldin 29 janúar og 5 febrúar síðastliöin' Á fundinum voru lesnar upp árskýrslur safnaðarins, sunnu- digsskóla og hjálparnefndar; ennfremur félaga þeirra, sem standa í sambandi við hann, Kvennt'élags, Uugmennafélags og Menningarfélagsins. Aljar skýrslurnar báru með sérað starfsemi safnaðarins sjálfs og honurp viðkomandi félaga hefir yfirleitt gengið vel á árinu. Tekjur safnaðarins voru $2,3 17.88, útgjöld $2,197.18, allar eignir hans eru metnar á $26,719 70. Firntán nýjir safnaðarmeð- limir bættust við á árinu. Sunnudagsskólann sóttu um 30 börn og unglingar: fljálparnefndin úthlutaði $2 (3 á meðal hjálpar- þurfandi fólks, var þaö fengið með gjöfuin frá einstaklinguin og annari starfseini. Skýrsla kvenfélagsins sýndi að það hefir unnið mjög vel, það réðist íað kaupa nýtt hljóðfæri fyrir sainkoinusalinn, ,sem kostar $400 og er vel á veg komið með að borga það. Auk þess lagði ,það fram fé og mikið starf í þarfir safnaðarins. Ungmennafélagið og Menningarfélagið standa ekki í beinu sambandi við söfnuðinn, þó bæði njóti nokkurs stuðnings frá honum og styðji hann aftur á móti. Skýrslur beggja þessa ■félaga sýndu að þau hafa verið vel vakandiog unnið vel að sínum inálum á síðastliðnu ári. Yfirlit yfir starfsemi menningarfélag- sins á þessum vetri birtist hér á eftir. Síðara kvöldið var samsæti haldið og voru þar viðstaddir nokkrir gestir, utan safnaðarmanna. Samsæti þetta sem var undir umsjón kvenfélagsins fór rnjög myndarlega fram. Ræður fiuttu þar S. B. Brynjólfsson, séra Rögnvaldur Pétursson, Stefán Thorson, B. M. Long, W. A. Vrooman prestur enska Únítara- safnaðarins hér í bænum Og séra Guðmundur Árnason. G. Á.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.