Heimir - 01.02.1911, Blaðsíða 7
H E I M I R
127
flokkunum. í páfabréfi 3 Okt. 1903 lofaöi hann því hátíðlega að
vera vakandi yfir því aö prestarnir flæktu si°; ekki í snöru hinna
svonefndu nýju og táldræ°;u vísinda, sern eigi í engu sammerkt
viö Krist, og reynir að koina inn hjá mönnum skynsemistrú
(Rationalismus). (Framhald.)
MINNI
Jóns Sigurðssonar
(Flutt á Þorrablóti 1911)
Hann var eins og vormögnin högu,
sem vaka’ yfir gróandans blæ,
en utan um sjálfra okkar sögu
lá sveigur úr klaka og snæ.
En beint gegnum ískuldans eyður
meö ylinn hann til okkar braust,
svo ítur og.yfirlits heiöur, /
að eldmóöi’ í þjóöina laust.
I dyngju úr sögnum og sögum
hún sofin í skammdegi lá.
Hann hneigöi’ ’ana að hjarta síns slögum,
hún hrökk upp og vaknaöi þá.
Sú hugsun, sem hratt af sér möru,
varö himinlyft stórvon og þrá,
svo sveit milli fjalla og fjöru
sitt framtíöar ljósheiði sá.
Vér settumst að víni og vistum,
og veisluglaum bar yfir höf,
og flatir vér kongssporin kystum
—Vér kölluöum þetta hans gjöf!